Job Application


Stálsmiðir

Location: Gardabaer, Iceland
Deadline:

Fyrirtækið

Marel er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki í fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað. Hjá fyrirtækinu starfa um 4700 manns í fimm heimsálfum, þar af um 500 á Íslandi. Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu, skilvirka starfsþjálfun, sveigjanlegan vinnutíma, glæsilegt mötuneyti, barnaherbergi, framúrskarandi íþróttaaðstöðu og gott félagslíf.

Starfssvið

Marel leitar að kraftmiklum liðsmanni til starfa við smíði í framleiðslu. Starfið felur í sér smíði úr ryðfríu stáli, samsetningu tækja og búnaðar, stillingar og prófanir ásamt frágang fyrir flutning. Lögð er  áhersla á þátttöku í umbótastarfi. Við bjóðum upp á snyrtilegt fyrsta flokks vinnuumhverfi og fjölbreytt verkefni. Unnið er í sjálfstæðum teymum sem samanstanda af 10-18 einstaklingum á öllum aldri og bera þau sameiginlega ábyrgð á að ljúka framleiðslu hverrar vöru.

Hæfniskröfur

  • Tölvuþekking og áhugi á tækniþróun er kostur (t.d. notkun róbóta)
  • Færni í samskiptum og áhugi á teymisvinnu
  • Samviskusemi og metnaður til að skila góðri vinnu
  • Áhugi á umbótastarfi
  • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
  • Reynsla í rafsuðu (t.d. TIG)
  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Pálsson framleiðslustjóri í síma 563-8000 eða með tölvupósti á bjorn.palsson@marel.com