Electrician
Liðsfélagi í samsetningu á vogum og rafbúnaði – Rafvirkjar og rafeindavirkjar
JBT Marel leitar að kraftmiklum liðsfélaga til starfa við samsetningu á fjölbreyttum vigtarbúnaði og rafbúnaði. Unnið er í sjálfstæðum teymum sem samanstanda af 10-20 einstaklingum á öllum aldri og kynjum og bera þau sameiginlega ábyrgð á að ljúka framleiðslu hverrar vöru. Allir nýir starfsmenn fá þjálfun. Við bjóðum m.a. upp á fyrsta flokks vinnuumhverfi, fjölskylduvænan vinnutíma, frábært mötuneyti með heitum mat í hádeginu og aðstöðu til líkamsræktar. Starfið felur í sér:
· Samsetningu á vogum og ýmsum rafbúnaði (t.d. iðntölvur, skynjurum og skjáeiningum)
· Spennusetning og gæðaúttekt
· Uppsetning á hugbúnaði, stillingar og prófanir ásamt frágangi fyrir útflutning
Hæfniskröfur:
· Sveinspróf í rafvirkjun eða rafeindavirkjun (eða haldbær reynsla í faginu)
· Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli er skilyrði
· Góð enskukunnátta í rituðu máli
· Mjög góð tölvufærni og áhugi á tækniþróun
· Góð færni í samskiptum og áhugi á teymisvinnu
· Góð öryggisvitund, samviskusemi og metnaður
· Jákvæðni, almenn lífsgleði og lausnamiðuð hugsun
· Áhugi á umbótastarfi (stöðugum umbótum)
Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Heiðrún Hreiðarsdóttir, heidrun.hreidarsdottir@marel.com. Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2025. Sótt er um starfið á heimasíðu Marel (www.marel.com).