<p>Upplýsingar um Innova</p>

<h4>Stjórna, fylgjast með, bæta</h4> <p>Innova tryggir áreiðanlega gagnasöfnun og veitir fullan rekjanleika í gjörvöllu framleiðsluferlinu. Það inniheldur eftirlit með helstu frammistöðuvísum í rauntíma, svo sem nýtingu, afköstum, gæðum, framleiðslugetu og skilvirkni vinnuafls. Þessar upplýsingar gagnast framleiðendum, bæði til að greina hvar þörf er á úrbótum og til að tryggja að farið sé að kröfum um gæði og matvælaöryggi.</p>

Innova-framleiðsluhugbúnaðurinn getur verið allt frá einföldum stjórneiningum fyrir tæki til heildstæðra vinnslulausna sem eru aðlagaðar að þörfum viðkomandi vinnsluaðila.

  • Full stjórn á verkferlinu
  • Rekjanleiki í öllu kerfinu
  • Skýrslur og yfirlit í rauntíma
  • Áreiðanleg og pappírslaus gagnasöfnun í miðlægu kerfi
  • Eftirlit í rauntíma með frammistöðuvísum eins og nýtingu, afköstum og gæðum
  • Reyndir ráðgjafa á sviði matvælavinnslu

Yfirlit yfir framleiðsluna

Virkni framleiðslukerfisins (MES) aðstoðar stjórnendur í matvælaframleiðslu við að taka frumkvæði tímanlega til að veita gæðavörur á hagkvæman hátt. Hugbúnaðurinn veitir fulla stjórn á framleiðslu og rekjanleika allt frá móttöku hráefna, í gegnum alla vinnsluna og að birgðastjórnun endanlegrar afurðar.

innova_productionline.jpg

Öflugt og samhæft stjórnkerfi

1. Móttaka birgða

Tekið er við birgðum í kerfinu, þær athugaðar, vigtaðar og merktar. Færðar eru inn allar upplýsingar um rekjanleika og birgðunum úthlutað á lager. Í ferskvöruiðnaði er nauðsynlegt að stýra birgðamagni hráefna til að draga úr affalli og geyma vörur í þann tíma sem æskilegt er.

2. Birgðamagn hráefna

Hráefnisbirgðamagn er ávallt vitað. Hægt er að ráðstafa hlutum þannig að þeir fari beint á ákveðinn stað þegar þeir koma á lager. Upplýsingar eins og um magn, aldur, fyrningardagsetningu, staðsetningu og birgi fyrir hverja vöru á lager eru mikilvægar til að skipuleggja og tímasetja framleiðsluna. Þegar vörum er úthlutað á ákveðnar framleiðslulínur eru til nákvæmar upplýsingar um notkun hráefna, kostnað og uppruna hráefna fyrir hverja framleiðslulínu.

3. Vinnsla

Marel býður upp á fjölbreytt úrval af vinnslubúnaðu sem tengist Innova til að hægt sé að stýra framleiðslunni af nákvæmni. Innova getur stýrt stökum vélum eða heilum vinnslulínum, svo sem með hugvitsamlegum hlutunar- og snyrtivélum, flokkunar- og skömmtunarbúnaði, snyrti- og úrbeiningarfæriböndum, pökkunar- og merkingafæriböndum, alls kyns vigtunarbúnaði, skoðunarbúnaði og RFID-vörustjórnunarlausnum. Allur þessi búnaður veitir rauntímagögn til að hægt sé að fylgjast með afköstum og auka hagkvæmni á sérhverju stigi vinnslunnar.

4. Pökkun

Háþróaðar pökkunar- og merkingalausnir með eiginleikum fyrir birgðastjórnun, röðun á vörubretti og úrvinnslu pantana. Kerfið veitir fullan stuðning fyrir vigtun á meðan ferlið er í gangi, birgðastjórnun, pökkun, eftirlit með gjöfum sýnishorna og merkingar á ytri umbúðum lokaafurða. Hægt er að vinna úr pöntunum við færiband, setja saman vörubretti sjálfkrafa og prenta merkimiða í samræmi við gögn sem berast í rauntíma. Hægt er að rekja lokaafurðina til afhendingar upprunalegs birgja hráefnanna.

5. Birgðastjórnun lokaafurða

Tilbúnar vörur eru færðar á lager eða beint í birgðir meðan á pökkunarferlinu stendur. Hægt er að setja vörur á bretti og staðsetja þær í birgðunum. Birgðamagn liggur ávallt fyrir með öllum viðeigandi upplýsingum, svo sem aldri, fyrningardegi og geymslutíma. Færanlegir nettengdir skannar gera kleift að framkvæma færslur fyrir birgðastöðu með því að skanna hverja vöru fyrir sig og fá alltaf nýjustu upplýsingar.

6. Afgreiðsla

Afhending endanlegrar afurðar gengur hnökralaust og skjótt fyrir sig. Hægt er að afhenda vörur þannig að hægt sé að rekja vinnsluferli þeirra aftur til birgisins.

7. Skrifstofur

Stjórnendur hafa fulla stjórn á framleiðsluferlinu og geta auðveldlega flutt upplýsingar í skýrslur og ytri kerfi (svo sem ERP-hugbúnað) fyrir heildstætt yfirlit, kostnaðarútreikninga og skipulag framleiðslunnar. Það bætir allar hliðar framleiðsluferlisins og gerir stjórnendum kleift að auka afköst á minni tíma, draga úr afföllum, nýta vinnuafl og hráefni betur, draga úr áhættu og geta rakið lokaafurðir í gegnum allt ferlið.

Öll skref

Á öllum vinnslustigum er hægt að setja upp gæðaeftirlit og tengja það rekjanleika og framleiðslugögnum.

Innova veitir eftirlit í rauntíma og tímagreiningu á útkomu framleiðslunnar. Þetta gerir það kleift að fylgjast með og greina verkferlið og búa til þau skjöl sem krafist er samkvæmt lögum.

Fjöldi af stöðluðum skýrslum og yfirlitum eru í boði. Einnig er hægt að búa til sérsniðnar skýrslur og yfirlit.

Tímabilsgögn eru tiltæk eins lengi og þörf er á og auðvelt er að nota þau við leitnigreiningu. Þessar dýrmætu upplýsingar og upplýsingarkerfi bjóða upp á mikla möguleika fyrir sjónræna framsetningu.

Helstu kostir

Upplýsingar í rauntíma

Innova inniheldur yfirlit með rauntímaupplýsingum þar sem fylgst er með verkferli og framleiðslugögnum svo hægt sé að bregðast strax við öllum frávikum.

Yfirgripsmikil skýrslugerð í rauntíma veitir vinnsluaðilum í matvælaiðnaði heildstætt yfirlit yfir framleiðsluferli með því að nota mismunandi yfirlit. Hægt er að taka góðar ákvarðanir strax til að afrakstur framleiðslunnar verði sem bestur og sérsníða yfirlit yfir verkferli að þörfum viðkomandi aðila.

Fylgstu með afrakstri framleiðslunnar og safnaðu rauntímagögnum úr framleiðslulínunni til að fylgjast með

  • Markmiðum starfsfólks
  • Framleiðsluferli hvað varðar nýtingu, gæði og afköst.

Kerfið myndar staðlaðar skýrslur um framleiðsluferlið þar sem hægt er að flokka eftir tíma, efni, viðskiptavini, pöntun og öðrum færibreytum sem eru notaðar fyrir innri og ytri skýrslugjöf.

Nákvæm skýrslugjöf um framleiðsluna með föstum skýrslum og gagnvirkum yfirlitum

Innova safnar rauntímagögnum um búnaðinn þinn til að veita þér góða yfirsýn yfir framleiðsluna. Kerfið myndar staðlaðar framleiðsluskýrslur þar sem hægt er að flokka eftir tíma, efni, viðskiptavini og öðrum færibreytum sem eru notaðar fyrir innri og ytri skýrslugjöf. Innova gerir þér kleift að flytja út gögn á ýmsu sniði með auðveldum hætti svo hægt sé að greina þau frekar. Innova inniheldur einnig yfirlit með rauntímaupplýsingum þar sem fylgst er með búnaði og framleiðslu svo hægt sé að bregðast strax við öllum breytingum.