Gæðaþjónusta sem er hönnuð fyrir fyrirtækið þitt

Kynntu þér hvernig þjónusta Marel stuðlar að því að vörurnar virki sem best skyldi á sérhverjum degi.

Þjónustuvalkostir sem henta þér

<p>Þjónustusvið Marel tryggir að vélakosturinn þinn endist lengur, afkastar meiru og eykur framleiðni fyrirtækisins. Við bjóðum upp á þjónustusamninga sem eru aðlagaðir að þínum þörfum og veita þér allt sem þú þarfnast til að fara fram úr væntingum viðskiptavinanna.</p> <p> </p>

Þjónusta

Þjónustusvið Marel veitir viðskiptavinum alhliða þjónustu og stuðning. Þjónustufulltrúar okkar búa yfir gríðarlegri reynslu og hagnýtri þekkingu sem tryggir viðskiptavinum áreiðanlega þjónustu og fagmennsku. Við aðstoðum við uppsetningar á tækjum og hugbúnaði, þjálfun viðskiptavina og varahlutaþjónustu.

Marel býður viðskiptavinum upp á þjónustu- og viðhaldssamninga, þar sem aðaláhersla er lögð á fyrirbyggjandi viðhald, aðlagaða að þörfum hvers og eins.

Þjónustusvið býður einnig upp á neyðarþjónustu sem hluta af þjónustusamning og sömuleiðis fjartengingu. Með fjartengingu getum við tengt okkur við Marel búnað í gegnum netið, þetta auðveldar bilanagreiningar og styttir viðbragðstíma.

Markmið þjónustusviðs er að veita viðskiptavinum fjölbreytta þjónustu og tryggja þeim skjóta lausn á vandamálum sem upp kunna að koma.