Í þjónustulausnum Marel er að finna úrval sérsniðinna lausna sem henta þínum þörfum. Hver þjónustulausn er gerð til þess að henta forgangsröðun þinnar vinnslu. Um lausnina er svo gerður þjónustusamningur.

Þjónustusamningurinn nær aðeins til þeirra þjónustulausna sem henta þörfum og stærð þíns reksturs.  Þjónustusamningurinn er svo uppfærður eftir því sem reksturinn breytist eða stækkar.

Þjónustulausnir Marel hafa fjölmarga kosti og veita þér þá hugarró sem fylgir því þegar reksturinn gengur snurðulaust.  Með þjónustusamningi Marel verður viðhaldskostnaður fyrirsjáanlegri og tækjabúnaðurinn endist lengur þegar passað er upp á viðhaldið. Markmið  þjónustuframboðs Marel er að hámarka afköst og getu tækjabúnaðar.

Þjónustulausnir

Við vitum að matvælavinnslur eru ólíkar og hafa mismunandi þjónustuþarfir. Þess vegna klæðskerasaumum við þjónustulausnir okkar í stað þess að fjöldaframleiða þær. Þannig má tryggja að þú fáir það sem þitt fyrirtæki þarf á að halda. Nánari upplýsingar um þjónustulausnir okkar, eftir flokkum, færðu með því að fylgja hlekkjunum hér fyrir neðan.