Um Marel

Í samstarfi við viðskiptavini okkar umbreytum við því hvernig matvæli eru unnin. Sýn okkar snýst um heim þar sem gæðamatvæli eru framleidd á sjálfbæran og hagkvæman hátt.

Eitt fyrirtæki sem þjónar þrenns konar iðnaði

<p>Þrjú iðnaðarsvið Marel sameina alla þekkingu, sérfræðikunnáttu og áratugareynslu sem safnast hefur upp í fyrirtækinu fyrir viðkomandi iðnað.</p> <p>Orðspor okkar grundvallast á nýsköpun, framþróun og framboði af hágæðavörum og þjónustu til fyrirtækja í matvælavinnslu. Framúrskarandi tæki og kerfi frá okkur hjálpa aðilum í matvælavinnslu að ná fram hámarksafköstum, óháð stærð þeirra eða markaðssvæði.</p>

Marel In Numbers

  • STARFSFÓLK, 6000
  • LÖND, 30+
  • SAMSTARFSAÐILAR, 100

<p><span class="colored-text">Nýsköpun</span></p>

<p>Nýsköpun er miðpunkturinn í allri okkar starfsemi. Hvort sem um er að ræða vélbúnað, hugbúnað, ferli eða þjónustu höfum við einsett okkur að setja ný viðmið fyrir iðnaðinn til að tryggja að vinnsluaðilar geti framleitt gæðamatvæli sem eru framleidd á sjálfbæran og hagkvæman hátt. Metnaður okkar fyrir framþróun sést best á því að á hverju ári fjárfestum við töluvert meiri fjármunum í rannsóknar- og þróunarstarfsemi en almennt gengur og gerist.</p>

<p><span class="colored-text">Samstaða</span></p>

<p>Við stöndum saman að velgengni okkar. Við áttum okkur á því að til að viðhalda stöðu okkar í fararbroddi matvælavinnslu á heimsvísu þurfum við sífellt að einblína á samstarf, samvinnu og samskipti.</p>

<p><span class="colored-text">Metnaður</span></p>

<p>Við skörum fram úr. Við hönnum byltingarkenndar lausnir sem auka virði og skilvirkni og gera viðskiptavinum okkar kleift að njóta velgengni í starfsumhverfi þar sem sífellt meiri samkeppni ríkir.</p>

<p>Við fjárfestum 6% af heildartekjum í nýsköpun og vöruþróun árlega.<br /><strong>Það er meira en nokkur samkeppnisaðili okkar.</strong></p>

Narfi Thorsteinn Snorrason

<p>Ég er stoltur af því að Marel skuli vera að breyta matvælavinnslu um allan heim.</p>

<p><span class="colored-text">Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja</span></p>

<p>Við viljum gera meira en bara stuðla að framþróun í matvælavinnslu. Við viljum tryggja að allt sem við gerum sé gert með réttum hætti og muni að endingu stuðla að jákvæðum breytingum.</p>

Fréttir og viðburðir