Jafnrétti

Stefna Marel um margbreytileika

Markmið og tilgangur

Stefnu Marel um þátttöku og margbreytileika er ætlað að vera leiðarvísir að því að framfylgja skuldbindingu okkar um að rækta, byggja upp og viðhalda menningu sem byggir á margbreytileika og þátttöku allra og skapar meiri starfsánægju og vellíðan allra starfsmanna. Stefnan styður markmið Marel um vinnuumhverfi þar sem margbreytileiki og þátttaka allra eru virt og öllum starfsmönnum er sýnd virðing og reisn.

Tryggja verður að starfsmönnum sé ekki mismunað á grundvelli kyns þeirra, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, trúarbragða, litarháttar, fjárhags, fjölskyldu, aldurs eða nokkurs annars. Í stefnunni felst einnig að einelti og kynferðisleg áreitni verði ekki látið viðgangast á vinnustaðnum. Hafi starfsmaður áhyggjur af áreitni er bent á verklagsreglur í leiðbeiningum vinnustaðarins gegn áreitni og einelti.

Stefna Marel varðandi fjölbreytni og þátttöku hvílir á fjórum stoðum. Þær eru:

  1. Jöfn tækifæri
  2. Menning
  3. Vinna gegn einelti, ofbeldi og áreitni
  4. Sýnileiki

Fjölbreytni- og þátttökuráð Marel er skipað annað hvert ár og skulu ráðsmenn endurspegla fjölbreytileika starfsmanna okkar og þeirra samfélaga sem við störfum í. Forstjóri Marel ber ábyrgð á að því að kynna stefnu fyrirtækisins um fjölbreytni og þátttöku, en framkvæmd hennar er á ábyrgð mannauðsstjóra, yfirstjórnar fyrirtækisins og allra starfsmanna Marel. Fjölbreytniráð Marel skal endurskoða stefnuna að minnsta kosti annað hvert ár, í kjölfar úttektar og skýrslu um stöðu mála.

Garðabær, janúar 2018
Árni Oddur Þórðarsson

1. Jöfn tækifæri

Marel skuldbindur sig til að bjóða jöfn atvinnutækifæri. Umsóknir allra hæfra umsækjenda og starfsmanna um starf eða stöðuhækkanir verða skoðaðar án tillits til kynþáttar, litarháttar, trúarbragða, þjóðernis, kyns, kynferðis, kynvitundar, fyrri herþjónustu, fötlunar, aldurs, hjúskaparstöðu, fjölskylduhags eða stöðu að öðru leyti, í samræmi við þau lög sem gilda á hverjum stað. Þessi stefna tekur til allra starfshátta og atvinnuskilyrða, þar á meðal, stöðuhækkana, tilfærslna í starfi, launa, starfsloka, starfsþjálfunar, hlunninda og námsstyrkja sem Marel kann að bjóða upp á og annarra starfstengdra atriða. Marel stefnir að því að ná jafnrétti meðal starfsfólks síns og að ekki sé litið svo á að sum störf henti körlum og önnur störf henti konum. Ráðningarferli skal vera vera gagnsætt og án mismununar.

Það er á ábyrgð allra starfsmanna Marel að koma í veg fyrir mismunun. Marel ætlast til þess að öll samskipti vegna vinnu séu fagleg, byggð á reisn og virðingu og laus við hlutdrægni og mismunun. Þessi skuldbinding nær einnig til jafnréttis við ákvörðunar launa og viðmið sem notuð eru við ákvörðun launa mega ekki fela í sér mismunun.

Atvinnuauglýsingar frá Marel skulu vera án kyngreiningar. Marel mun fylgjast með framkvæmd þessarar stefnu. Gert verður ráð fyrir aðlögunartíma að því að veita öllum umsækjendum og starfsfólki jafnari tækifæri.

Stjórnendur og starfsmenn Marel eru hvattir til að afla sér frekari þekkingar, reynslu og færni. Marel leggur áherslu á að starfsmenn njóti jafnra tækifæra til símenntunar, starfsþjálfunar og starfsþróunar sem geti stuðlað að starfsframa þeirra.

2. Menning: Samþætting fjölskyldu- og atvinnulífs

Vinnuumhverfi og vinnuskilyrði skulu vera þannig að virðing sé borin fyrir öllum starfsmönnum. Þetta á bæði við í húsnæði Marel og við aðrar kringumstæður, svo sem á sýningum sem fyrirtækið heldur, meðan á ferðalögum stendur og samskipti við viðskiptavini, að því marki sem unnt er.

Marel mun halda áfram að vinna kerfisbundið að því að tryggja starfsmönnum gott jafnvægi vinnu og frítíma.

3. Einelti, fordómar og kynbundin eða kynferðisleg áreitni

Marel líður ekki undir neinum kringumstæðum; einelti, mismunun, ofbeldi eða kynbundna eða kynferðislega áreitni. Þátttaka í einelti, mismunun eða kynbundinni eða kynferðislegri áreitni er litin mjög alvarlegum augum. Þau ákvæði í stefnu fyrirtækisins um þátttöku og margbreytileika sem varða einelti, mismunun og kynferðislega áreitni eða kynferðisleg áreitni, skulu byggjast á stefnu eða leiðbeiningum sem gilda á hverjum stað um einelti, mismunun og áreitni og skulu þau taka til allra starfsmanna, verktaka Marel og annarra sem vinna í húsnæði Marel.

Markmið stefnu Marel um baráttu gegn einelti ætti að vera að koma í veg fyrir einelti, kynferðislega áreitni og aðra óviðeigandi framkomu á vinnustað. Ef talið er að einelti, mismunun, ofbeldi eða kynbundin og/eða kynferðisleg áreitni hafi átt sér stað, verður formleg rannsókn hafin og getur hún leitt til viðurlaga allt frá áminningu til uppsagnar geranda eða annarra þátttakenda. Til nánari upplýsinga er öllum einingum eða útibúum Marel skylt að hafa í gildi staðbundnar reglur um áreitni og einelti og skulu allir starfsmenn hafa aðgang að þeim.

Starfsfólk er hvatt til að vera faglegt í framkomu og forðast alla mismunun eða aðgreiningu. Í siðareglum Marel segir m.a.: "Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og við bjóðum allt fólk velkomið; óháð kyni, kynþætti, þjóðerni, aldri og líkamlegri getu. Við viljum að allir hafi jöfn tækifæri og væntum þess að starfsmenn okkar sýni öðrum virðingu og forðist mismunun hvar svo sem þeir sinna störfum sínum."

Marel mun ekki láta ólögmæta mismunun af neinu tagi viðgangast á vinnustað og væntir þess að hver sá starfsmaður sem telur að hann eða hún hafi orðið fyrir mismunun tilkynna það samkvæmt tilkynningaferli sem lýst er í staðbundnum leiðbeiningum um hvernig taka skuli á áreitni og einelti. Marel mun heldur ekki líða neina tegund hefndaraðgerða eða annarra neikvæðra aðgerða gagnvart starfsmanni sem ber fram kvörtun vegna mismununar eða vegna þess að starfsmaður veitir upplýsingar í tengslum við slíka kvörtun.

4. Sýnileiki

Marel er alþjóðlegt fyrirtæki og leitast við að vera í fararbroddi bæði hvað varðar fyrirtækjasiðferði, starfsemi og orðspor. Margbreytileiki og þátttaka eru óaðskiljanlegur þáttur þess góða árangurs sem Marel hefur náð í því að vera aðlaðandi vinnustaður og samfélagslega ábyrgt fyrirtæki.

Marel lætur vita af þeim árangri sem það hefur náð á sviði margbreytileika og þátttöku, bæði innan og utan fyrirtækisins. Þess er vænst að hegðun og framkoma allra starfsmanna sé til þess fallin að styðja skuldbindingu um að uppfylla markmið þessarar stefnu.