Lagalegir fyrirvarar

Fyrirvari vegna tölvupósts

Hafðu í huga að allur tölvupóstur sem sendur er frá netföngum Marel er aðeins ætlaður nefndum viðtakanda og kann að innihalda upplýsingar sem eru trúnaðarmál og friðhelgar. Viðhengi eru þar með talin.

Ef þú hefur fyrir tilviljun, mistök eða án sérstaks leyfis fengið tölvupóst frá Marel förum við fram á að þú látir okkur vita tafarlaust. Við biðjum þig að gæta fyllsta trúnaðar og ekki lesa, afrita eða nýta á annan hátt efni tölvupóstsins.

Fyrirvari vegna vefsvæðis

Gildissvið
Skilmálar í þessum „lagalega fyrirvara“ gilda um notkun á þessu vefsvæði. Ef þú samþykkir ekki skilmálana eða samþykkir þá ekki að fullu máttu ekki nota þetta vefsvæði. Með notkun þinni á þessu vefsvæði samþykkir þú skilmálana og notkun okkar á kökum.

Nákvæmni upplýsinga
Þó að við reynum eftir fremsta megni að tryggja að upplýsingar sem koma fram á þessu vefsvæði séu réttar skaltu hafa í huga að þær kunna að vera ófullkomnar, ónákvæmar eða úreltar og að ekki hægt að ábyrgjast þær. Við uppfærum vefsvæðið reglulega og þannig getur efni þess breyst hvenær sem er.

Hugverkaréttur
Efnið (myndir og texti) sem gefið er út á þessu vefsvæði er höfundarréttarvarið og í eigu Marel ásamt hverju öðru hugverki í slíku efni. Allur réttur áskilinn. © Marel 1999-2016. Ekki má afrita, endurútgefa, birta opinberlega, útvarpa, hlaða upp, senda, dreifa, breyta eða eiga við nokkurn hluta þessa vefsvæðis á nokkurn hátt nema að gefnu skriflegu leyfi Marel og þá aðeins með þeim hætti að uppruna og höfundarréttar sé getið.

Fyrirvari um kökur og Google Analytics
Til að þetta vefsvæði virki á sem bestan hátt komum við stundum fyrir litlum gagnaskrám á tölvunni þinni, sem kallast kökur. Flest stærri vefsvæði eða netþjónustur gera það sama. Kökum er ætlað að hjálpa vefsvæðinu að muna eftir stillingum þínum (leturstærð, tungumáli og öðrum kjörstillingum sem þú kannt að nota þegar þú skoðar vefsvæðið). Kökurnar okkar eru ekki notaðar til að auðkenna þig persónulega. Þú getur stjórnað kökum og/eða eytt kökum að vild. Upplýsingar um það má finna á AboutCookies.org.

Enn fremur notar þetta svæði Google Analytics, sem er vefgreiningarþjónusta sem veitt er af Google, Inc. („Google“). Google Analytics notar „kökur“, sem eru textaskrár sem komið er fyrir á tölvunni þinni til að auðvelda vefsvæðinu að greina hvernig notendur nota vefsvæðið. Upplýsingar sem myndaðar eru með kökum um notkun þína á svæðinu (þ.m.t. IP-tölu) verða sendar til Google, sem geymir þær á netþjónum í Bandaríkjunum. Google mun nota þessar upplýsingar til að meta notkun þína á vefsvæðinu, taka saman skýrslur um virkni á svæðinu fyrir stjórnendur þess og veita aðra þjónustu sem tengist virkni á svæðinu og netnotkun. Google kann einnig að senda þessar upplýsingar til þriðja aðila þegar lög krefjast þess eða þegar slíkir þriðju aðilar vinna úr upplýsingunum fyrir hönd Google. Google mun ekki tengja IP-töluna þína við önnur gögn sem Google hefur í fórum sínum. Þú getur hafnað notkun á kökum með því að velja viðeigandi stillingar í vafranum en hafðu í huga að ef þú gerir það getur verið að þú getir ekki nýtt þér fulla virkni þessa vefsvæðis. Með notkun þinni á þessu vefsvæði samþykkir þú úrvinnslu gagna um þig af hálfu Google á þann hátt og í þeim tilgangi sem lýst er hér að ofan.

Upplýsingar sem við söfnum frá þér
Við gætum þessa virða persónuvernd þeirra sem heimsækja vefsvæðið okkar. Upplýsingum sem kunna að auðkenna þá sem heimsækja vefsvæðið okkar er aðeins safnað þegar gestir samþykkja það með fúsum og frjálsum vilja. Öllum upplýsingum sem þú veitir þessu vefsvæði kann að vera bætt við gagnagrunn okkar. Við kunnum að nota upplýsingarnar fyrir markaðssetningu. Við munum ekki birta upplýsingarnar til annarra en útibúa Marel í þeim tilgangi. Við kunnum að hafa samband við þig með pósti, í síma eða með tölvupósti til að kynna þér þjónustutilboð eða væntanlega viðburði sem þú kannt að hafa áhuga á.

Við kunnum að gera samning við þjónustuveitur þriðju aðila sem hluta af hefðbundinni viðskiptastarfsemi þeirra hvað varðar fjármál, bókhald, reglufylgni og aðrar stjórnunarathafnir og þessar þjónustuveitur kunna að hafa aðgang að gögnunum. Viðtakendur gagna kunna að vera staðsettir innan eða utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), þar með talið í löndum þar sem ekki er viðhöfð sama vernd á persónuupplýsingum og gert er innan EES. Þegar við á og ef krafist er, samkvæmt viðkomandi gagnaverndarlögum, munum við krefjast, samkvæmt samningsákvæðum (ef við á, á grundvelli óbreyttra fyrirmyndarákvæða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins) eða með öðrum hætti, að slíkir viðtakendur gagna viðhaldi fullnægjandi tæknilegum- og skipulagslegum öryggisráðstöfunum til að vernda persónuupplýsingar. Við munum einnig grípa til viðeigandi ráðstafanna til að tryggja að persónuupplýsingar séu verndaðar í samræmi við lagalegar kröfur. Ef fjarlægja á þær persónuupplýsingar sem unnar eru úr skrám okkar eða ef þær þarf að uppfæra getur þú sent tölvupóst á dataprotection@marel.com (Marel hf) eða til systurfélaga Marel (sjá www.marel.com) og munum við gera viðeigandi ráðstafanir til að verða við slíkum beiðnum að því marki sem krafist er. Það sama á við ef þú vilt koma kvörtun á framfæri eða vita hvaða persónuupplýsingum sem tengjast þér er unnið úr. Slíkar upplýsingar skulu veittar að kostnaðarlausu ár hvert ef skrifleg beiðni berst um slíkt. Frekari upplýsingar er að finna í Data Privacy Policy Marel.

Takmörkun á bótaábyrgð
Að því marki sem lög heimila skal Marel ekki á nokkurn hátt bera bótaábyrgð á neinum einstaklingum eða félögum vegna notkunar, byggingar eða túlkunar eða trausts á öllum eða einhverjum upplýsingum eða efni sem geymt er á þessu vefsvæði eða getuleysi til að nálgast vefsvæðið.

Gildandi lög og úrlausn ágreinings
Allur ágreiningur sem rís með nokkrum hætti vegna notkunar á þessu vefsvæði skal falla undir íslensk lög og leyst skal úr honum fyrir valdbærum dómstóli í Reykjavík.