<p><span>Samfélagsábyrgð</span></p>

<p><span>Við vinnum að nýsköpun og þróun í matvælavinnslu. Það er okkur kappsmál að starfa með sjálfbærni að leiðarljósi og að stuðla að jákvæðum breytingum. Við styðjum matvælaframleiðendur í því að stjórna takmörkuðum auðlindum, svo sem vatni, orku og dýrmætum dýrapróteinum, á ábyrgan hátt. Þannig leggjum við grunn að sjálfbærum vexti og þróun.</span></p>

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækisins

Árið 2016 samþykktu stjórn Marel og framkvæmdastjórn stefnu fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð. Nú í ár birtum við því í þriðja skiptið upplýsingar um hvernig starfsemi fyrirtækisins stenst viðmið þess um samfélagslega ábyrgð.

Marel lítur ekki svo á fyrirtækið starfi í tómarúmi heldur sem þátttakandi í samfélaginu. Sem slíkur höfum við ábyrgð; bæði réttindi og skyldur. Við viljum ganga lengra og standa okkur betur en lög og reglur mæla fyrir um. Við lítum á framlag okkar til samfélagsins í heild og viljum leggja okkar af mörkum til þess að bæta samfélagið.

Stefna okkar er og á að vera meira en orðin tóm og því höfum við skrifað undir Global Compact yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Árið 2018 tókum við svo í annað skiptið þátt í áætlun NASDAQ sjálfbæra markaði og uppfylltum einnig ESG viðmiðunarreglur NASDAQ.

Við vöktum bæði starfsemi okkar, kerfin og þær lausnir sem við bjóðum upp á, til þess að meta áhrif þeirra á samfélag, efnahag og umhverfi og standa þannig við markmið okkar um samfélagslega ábyrgð. Tengsl okkar við þau samfélög sem við störfum í byggir á samhjálp: þeirra ávinningur er okkar ávinningur. Við tökum ábyrgð á gerðum okkar og hvetjum birgja okkar, umboðsmenn, starfsmenn okkar og viðskiptavini til að gera slíkt hið sama.

Sjálfbærni verður viðmið í nýsköpun

Marel vinnur stöðugt að nýsköpun og þróun, nýtur þar góðs af nánu samstarfi við viðskiptavini sína og gerir matvælavinnslum þannig kleift að nýta hráefnið eins vel og mögulegt er. Við heimsækjum vinnslustöðvar og tölum þar við starfsfólkið. Markmið okkar er að halda áfram að þróa tækni sem eykur hagnað, dregur úr sóun, skapar mikilvægar aukaafurðir, jafnframt  því að lágmarka notkun vatns, orku og annarra auðlinda.

Strangari reglur og kröfur neytenda um meiri sjálfbærni valda því að matvælafyrirtæki þurfa stöðugt að leita leiða til þess að framleiða meira en nota minna.

Marel hefur gert ráðstafanir til að tryggja að lausnir fyrirtækisins taki mið af  þessum áskorunum með því að gera sjálfbærni að varanlegu viðmiði í allri okkar nýsköpun og vöruþróun. Skýrsla okkar og tölulegar upplýsingar um sjálfbærni, hafa vakið sérfræðinga okkar í vöruþróun og nýsköpunar á sviði matvælavinnslu, til umhugsunar og leitt til umræðu meðal þeirra um leiðir til að stuðla að sjálfbærni.

Síðan í janúar 2018, þegar við tókum þetta viðmið í notkun, hefur kerfisbundið mat á bæði samfélagslegum þáttum og umhverfisþáttum verið óaðskiljanlegur hluti nýsköpunarferlisins. Þannig tryggjum við að viðskiptavinir okkar geti brugðist við æ háværari kröfum neytenda um matvæli, sem hafa verið unnin á sjálfbæran hátt.

Framlag okkar til stuðnings Heimsmarkmiða SÞ um sjálfbæra þróun

Marel byggir viðleitni sína til að gagnast fólki, umhverfinu og jörðinni allri á þremur af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna:

  • Markmið 2: Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði.
  • Markmið 9: Byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun
  • Markmið 12: Tryggja sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur.

Við lítum svo á að nýsköpun sem leiðir til aukinnar framleiðni sé mikilvægt framlag til þess að ná þessum markmiðum. Nýsköpun hefur ávallt verið í fyrirrúmi hjá Marel. Það sýnum við í verki með því að leggja á hverju ári 6% af tekjum okkar í rannsóknir og þróun. Við styðjum líka að nýsköpun með því að vinna með viðskiptavinum okkar, háskólum og fleiri aðilum að þróun byltingarkenndra lausna á sviði sjálfbærrar matvælavinnslu (markmið 9).

Til að tryggja sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur (markmið 12) vinnum við baki brotnu að því að búa til lausnir sem draga úr matarúrgangi, auka skilvirkni í notkun hráefna , fjölga leiðum til endurvinnslu og að gera kleift að bjóða upp á hagkvæmari skammtastærðir. Marel tekur þátt í að byggja upp og styðja innviði sem stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og stuðlar að nýsköpun með notkun hátækni.

Rekjanleiki og matvælaöryggi er í fyrirrúmi þegar Marel þróar og framleiðir lausnir og hugbúnað til matvælavinnslu. Innova matvinnsluhugbúnaðurinn okkar býður matvælaframleiðendum fullkominn rekjanleika, svo að þeir geta fylgst með flæði hráefnisins um framleiðsluferlið. Þessar lausnir stuðla beinlínis að fæðuöryggi og betri næringu neytenda um allan heim (markmið 2).

Samstarf um sjálfbæran heim

Árið 2018 gekk Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel til liðs við Nordic CEOs; frumkvæði forstjóra nokkurra stærstu fyrirtækja Norðurlanda, en þeir skuldbinda sig til að samþætta Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna stefnu fyrirtækja sinna. Norrænu forstjórarnir nota þennan vettvang til þess að deila reynslu og leita leiða til þess að flýta því að Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og markmið Parísarsamningsins náist sem fyrst.

Fjárhagsleg ábyrgð

Við viljum skapa arð fyrir eigendur okkur og hluthafa og nota sanngjarna viðskiptahætti. Við viljum skapa hagnað til langs tíma og góða viðskiptahætti í gegnum alla virðiskeðjuna. Við vinnum stöðugt að því að bæta okkur til þess að tryggja að starfsemi okkar sé alltaf samkvæmt alþjóðalögum, lögum gegn spillingu og þeim lögum og reglum sem gilda á hverjum stað. Það er trú okkar að allir aðilar eigi að leggja sinn sanngjarna skerf til samfélagsins.

ESG viðmið NASDAQ

Árið 2017 tók Marel þátt í áætlun NASDAQ um sjálfbæra markaði í fyrsta skipti og uppfyllti þá einnig ESG viðmiðunarreglur NASDAQ. Nú er Marel aðili að áætluninni í annað skipti.

Ábyrgð á sviði umhverfismála

Við vinnum stöðugt að því að lágmarka sóun í matvælaframleiðslu, tryggja matvælaöryggi, bæta nýtingu, auka rekjanleika, gæði og dýravelferð. Þetta gerum við m.a. með samstarfi við viðskiptavini okkar og birgja. Sjálfbærni er sjálfstætt markmið í allri okkar þróunarvinnu. Við leggjum áherslu á að búa til nýjar aðferðir og finna leiðir sem lágmarka umhverfisáhrif; svo sem kolefnisútblástur og að hámarka hagkvæma nýtingu auðlinda; hvort sem um er að ræða hráefni, vatn eða orku.

Hvert er kolefnissporið af framleiðslu Marel?

Þegar við hönnum ný kerfi og lausnir, þá höfum við alltaf umhverfisáhrif og sjálfbærni í huga. Árið 2018 gerðum við ítarlega rannsókn á kolefnisspori nokkurra framleiðsluvara okkar. Þannig tókum við fyrstu skrefin í átt að því að meta kolefnisspor tækjanna okkar. Rannsóknin var gerð samkvæmt alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði og stuðst við gagnagrunn um einstaka vélar- og tækjahluta.

Nú vitum við meira um hve mikið er losað af gróðurhúsalofttegundum á líftíma helstu tækjanna frá okkur. Við tókum tillit til notkunar hráefnis, framleiðslu, samgöngum, notkun tækjanna, viðhaldi og endurnýtingu eða förgun eftir að líftíma tækjanna lauk.

Við tókum tillit til þátta eins og framleiðslulands, helstu orkugjafa við notkun og hvernig hægt sé að farga eða endurnýta tækin. Rannsóknin benti til þriggja þátta þar sem hægt er að minnka kolefnisspor vegna varanna okkar: að draga úr orkunotkun meðan tækin eru í notkun, tryggja endingu tækjanna okkar og draga úr sóun matvæla.

Með gerð þessarar forathugunar á kolefnisspori tækja frá okkur stilltum við okkur í fremstu röð meðal þeirra aðila sem reyna að skilja umhverfisáhrif virðiskeðju matvælaframleiðslu í heiminum. Við stefnum ótrauð að því markmiði okkar að vinna að því með viðskiptavinum okkar að hanna og framleiða lausnir sem stuðla að sjálfbærri framleiðslu matvæla fyrir hratt vaxandi mannkyn.

Samfélagsleg ábyrgð

Hjá okkur er samfélagsleg ábyrgð í fyrirrúmi. Við skuldbindum okkur til þess bjóða öruggt og gott vinnuumhverfi, með jöfnum tækifæri fyrir allt starfsfólk. Við leggjum áherslu á gott samstarf við nærsamfélögin, einkum á sviði nýsköpunar og menntunar. Starfsfólk okkar hefur félagafrelsi og við líðum hvorki mannréttindabrot né brot á vinnulöggjöf.

Sjö árangursríkar venjur stjórnenda styrkja einingu og samstöðu starfsfólks

Eitt gilda okkar hjá Marel er samstaða og eining. Árið 2018 hófst vinna eftir starfsþróunaráætlun okkar fyrir starfsfólk Marel um allan heim. Markmið hennar er að að efla einingu og efla faglega og persónulega þróun starfsfólks. „The 7 Habits of High Effective People“ eða „Sjö árangsríkar venjur“ var valið sem grundvöllur forystuþjálfunar Marel.

Þessar vel þekktu leiðtogakenningar byggja á mikilvægum meginreglum um hvernig hægt er að verða skilvirkari með því að sýna frumkvæði, gæta þess að forgangsraða og stjórna tíma sínum vel, virkri hlustun og áherslu á gildi samvinnu.

„Hugmyndafræðin um forystu á grundvelli „Sjö venja“ færir okkur leið til þess að tala um það sem sameinar okkur og gerir okkur kleift að samstilla okkur til að ná árangri sem er stærri og meiri en sem nemur summunni af framlagi hvers liðsfélaga,“ segir Elín María Björnsdóttir, alþjóðlegur þróunar- og þjálfunarstjóri Marel, sem hefur leitt þessa þróun.

Frá því um mitt ár 2017 höfum við þjálfað yfir 500 starfsmenn í því að hagnýta það sem þeir hafa lært í „Sjö venjur“ til að verða skilvirkari bæði í vinnu og einkalífi. Sjö stjórnendur okkar hafa fengið þjálfun í því að leiðbeina á þessu sviði. Þannig höfum við náð til enn fleiri starfsmanna. Í janúar 2019 fjölgaði svo enn í leiðbeinendahópnum; en þá útskrifuðust 15 til viðbótar með réttindi sem leiðbeinendar í „Sjö venjum“.

„Þessi þjálfun á sviði Sjö árangursríkra venja sýnir vel áherslu Marel á að hjálpa okkur að gera okkar besta á öllum sviðum lífs okkar,“ segir Maria Bozaan, mannauðsstjóri alþjóðlegra markaða og alþjóðlega þjónustu Marel.