Spare Parts Export Specialist
Marel leitar að skipulögðum og kraftmiklum einstaklingi í varahlutaþjónustu í framleiðslu Marel. Óskað er eftir starfsmanni í útflutningsverkefni og mun viðkomandi sinna fjölbreyttum verkefnum í alþjóðlegu umhverfi sem felast í móttöku og skráningu pantana og umsjón með hraðsendingum til viðskiptavina.
Varahlutateymi Marel samanstendur af öflugum og fjölbreyttum hóp starfsmanna í varahlutaframleiðslu og varahlutaútflutning.
Starfssvið:
Afgreiðsla pantana
Pökkun á varahlutum
Samskipti við innri viðskiptavini og flutningsaðila
Reikningagerð og samþykkt reikninga
Undirbúningur útflutningsskjala
Skráning sendinga
Þátttaka í umbótastarfi
Hæfniskröfur:
Þekking og reynsla af SAP er mikill kostur
Reynsla af útflutningi og/eða tollamálum er skilyrði
Mjög góð almenn tölvukunnátta
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
Færni í samskiptum og teymisvinnu
Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og áhugi á stöðugum umbótum
Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð