1F 2017:Sterk pantanastaða og traustur rekstur

Placeholder Image

Fyrsti ársfjórðungur 2016 – Sterk pantanastaða og traustur rekstur

Fyrsti ársfjórðungur 2016 – Sterk pantanastaða og traustur rekstur

  • Tekjur á fyrsta ársfjórðungi 2017 námu 252,5 milljónum evra [1F 2016: 220,6m]. Pro forma tekjur á fyrsta ársfjórðungi 2016 námu 233,9 milljónum evra.
  • EBITDA á fyrsta ársfjórðungi 2017 var 46,0 milljónir evra sem er 18,2% af tekjum [1F 2016: EBITDA 38,2m, 17,3% af tekjum]. Pro forma EBITDA á fyrsta ársfjórðungi 2016 nam 42,5 milljónum evra eða 18,2% af tekjum.
  • EBIT* á fyrsta ársfjórðungi 2017 var 37,7 milljónir evra sem er 14,9% af tekjum [1F 2016: EBIT* 31,1m, 14,1% af tekjum]. Pro forma EBIT* á fyrsta ársfjórðungi 2016 nam 35,2 milljónum evra eða 15,1% af tekjum.
  • Hagnaður fyrsta ársfjórðungs 2017 nam 21,3 milljónum evra [1F 2016: 13,8m]. Hagnaður á hlut var 2,99 evru sent [1F 2016: 1,93 evru sent].
  • Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 37,9 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi 2017 [1F 2016: 27,9m]. Skuldahlutfall (nettó skuldir/EBITDA) í lok fyrsta ársfjórðungs 2017 var x2,19.
  • Pantanabókin stóð í 390,3 milljónum evra við lok fyrsta ársfjórðungs 2017 samanborið við 349,5 milljónir evra í lok fjórða ársfjórðungs 2016 [1F 2016: 339,9m].

Árið byrjar vel hjá Marel. Nýjar pantanir á fyrsta ársfjórðungi 2017 námu 293 milljónum evra sem dreifast vel á milli kjúklinga-, kjöt- og fiskiðnaða auk þess að vera vel dreifðar á milli vöruflokka og heimsálfa. Pantanabókin stendur í 390 milljónum evra og hefur aldrei verið stærri. Til samanburðar var pantanabókin 340 milljónir evra á sama tíma fyrir ári síðan. Tekjur námu 252 milljónum evra og EBIT* var 14.9%.

Fjárhagsstaða félagsins er traust og sjóðsstreymi sterkt. Á fyrsta ársfjórðungi 2017 samþykkti aðalfundur Marel að greiða hluthöfum arð og að kaupa eigin bréf fyrir samtals 22,1 milljónir evra. Skuldahlutfallið er x2,19 EBITDA við lok fyrsta ársfjórðungs 2017 sem er í samræmi við stefnu félagsins um fjárhagsskipan.

Marel hefur tryggt framlengingu á fjármögnun félagsins á hagstæðum kjörum sem endurspegla fjárhagslegan styrk Marel og markaðsaðstæður. Fjármögnunin nemur um 640 milljónum evra á vaxtaálaginu EURIBOR/LIBOR + 185 bps, sem mun breytast með skuldsetningarhlutfalli félagsins við lok hvers ársfjórðungs. Lokagjalddagi fjármögnunarinnar er í maí 2022. Þessar breytingar auka sveigjanleika í rekstri og styðja við metnaðarfulla áætlun félagsins um vöxt og virðisaukningu til lengri tíma litið sem kynnt var á aðalfundi félagsins í mars síðastliðnum.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri:

„Árið 2017 byrjar vel fyrir Marel og við sjáum vöxt í tekjum, rekstrarhagnaði og pantanastöðu. Innri vöxtur tekna frá fyrra ári nemur nærri 8% og rekstrarafkoma er traust með um 15% EBIT*.

Marel er nú að uppskera afrakstur stöðugrar fjárfestingar okkar í nýsköpun og styrkingu okkar á vöruframboði heildarlausna. Pantanastaða er sterk og jafnvægi er á milli kjúklinga- kjöt- og fiskiðnaða um heim allan.

Fjárhagsstaða félagsins og sjóðsstreymi eru sterk. Við tilkynnum nú um framlengingu fjármögnunar okkar á hagstæðum kjörum sem gefur okkur aukin sveigjanleika til að styðja við metnaðarfulla áætlun okkar um vöxt og virðisaukningu.

Ég vil þakka viðskiptavinum okkar og starfsfólki fyrir frábært starf, í sameiningu erum við að umbreyta matvælaframleiðslu á heimsvísu.
 

Horfur

Marel stefnir á 12% árlegan meðalvöxt tekna næstu 10 árin.

  • Marel gerir ráð fyrir að markaðsvöxtur nemi 4-6% á næstu árum
  • Marel ætlar að vaxa hraðar en markaðurinn með sterkri markaðsstöðu og nýsköpun
  • Áframhaldandi traustur rekstur og sterkt sjóðstreymi getur stutt við 5-7% ytri meðalvöxt  á ári
  • Marel gerir ráð fyrir að hagnaður á hlut vaxi hraðar en tekjuvöxtur

Áætlaður vöxtur verður ekki línulegur og veltur á þeim tækifærum sem í boði eru hverju sinni og hagsveiflum. Gera má ráð fyrir því að afkoman verði breytileg milli ársfjórðunga vegna efnahagsþróunar, sveifla í pöntunum og tímasetningu stærri verkefna.

Kauphallardagur Marel í Danmörku

Marel heldur kynningarfund með fjárfestum og markaðsaðilum í sýningarhúsi sínu Progress Point í Kaupmannahöfn þann 2. nóvember 2017. Frekari upplýsingar og skráning verða kynnt á heimasíðu félagsins www.marel.com á komandi vikum.

Vinsamlegast athugið að tilkynning þessi tekur aðeins til helstu þátta uppgjörsins en uppgjörstilkynning

 í fullri lengd á ensku er aðgengileg á heimasíðu Marel og má þar m.a. finna lykiltölur og yfirlit yfir markaði félagsins; http://marel.com/corporate/investor-relations/publications

Kynningarfundur 4. maí 2017

Marel boðar til kynningarfundar um afkomu félagsins fimmtudaginn 4. maí kl. 8:30 í húsnæði þess að Austurhrauni 9, Garðabæ. Fundinum verður einnig netvarpað: www.marel.com/webcast.

Fjárhagsdagatal Marel

  • 2. ársfjórðungur 2017                      26. júlí 2017
  • 3. ársfjórðungur 2017                      25. október 2017
  • Kauphallardagur Marel                    2. nóvember 2017
  • 4. ársfjórðungur 2017                      7. febrúar 2018

Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaðar.

Frekari upplýsingar veitir: Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður fjárfestatengsla og samskipta. Símar: 563-8626 og 853-8626


Athygli fjárfesta er vakin á eftirfarandi:


Sumar staðhæfingar í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna við birtingu hennar. Í eðli sínu fela slíkar staðhæfingar því í sér óvissu. Við vekjum þess vegna athygli fjárfesta á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í þessari tilkynningu. Tilkynningin verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar.


Sé misræmi á milli uppgjörstilkynninga félagsins á íslensku annars vegar og ensku hins vegar, skal enska útgáfan gilda þar sem tilkynningar eru þýddar af ensku yfir á íslensku.

Marel Q1 2017 Statements Marel Q1 2017 Frettatilkynning PDF

Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password