Fundur með markaðsaðilum – vefvarp og símafundur
Í dag, fimmtudaginn 25. júlí 2019 kl. 8:30 verður haldinn afkomufundur með markaðsaðilum og fjárfestum. Þar munu Árni Oddur Þórðarson forstjóri og Linda Jónsdóttir fjármálastjóri kynna afkomu félagsins og helstu atriði úr rekstri á öðrum ársfjórðungi.
Meðfylgjandi má finna 2F 2019 fjárfestakynninguna sem farið verður yfir.
Fundinum er einnig vefvarpað beint á marel.com/webcast og upptaka verður aðgengileg á marel.com/IR eftir fundinn.
Markaðsaðilar geta einnig hringt inn á fundinn:
IS: +354 8007508
NL: +31 207219496
UK: +44 3333009031
US: +1 8335268395
Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita fjárfestatenglar Marel í gegnum netfangið IR@marel.com og í síma 563 8001.
Um Marel
Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Hjá félaginu starfa yfir 6000 manns í yfir 30 löndum, þar af um 720 á Íslandi. Marel velti 1,2 milljarði evra árið 2018 en árlega fjárfestir Marel um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið var skráð í Kauphöll Íslands árið 1992, en í júní 2019 fór fram tvíhliða skráning á 15% hlutabréfa í félaginu í Euronext kauphöllinni í Amsterdam.
Marel Q2 2019 Investor Presentation