3F 2016-Góður árangur með 14,2% EBIT

Placeholder Image

Marel kynnir afkomu þriðja ársfjórðungs 2016

(Allar upphæðir í evrum)

Góður árangur með 14,2% EBIT

  • Tekjur á þriðja ársfjórðungi 2016 námu 234,8 milljónum evra [3F 2015: 189,1m]. Pro forma tekjur á þriðja ársfjórðungi 2015 námu 229,7 milljónum evra.
     
  • EBITDA á þriðja ársfjórðungi 2016 var 41,5 milljónir evra sem er 17,7% af tekjum [3F 2015: Leiðrétt EBITDA** 31,6m, 16,7%]. Pro forma leiðrétt EBITDA** á þriðja ársfjórðungi 2015 nam 41,4 milljónum evra eða 18,0% af tekjum.
     
  • EBIT* á þriðja ársfjórðungi 2016 var 33,4 milljónir evra, sem er 14,2% af tekjum [3F 2015: Leiðréttur rekstrarhagnaður EBIT** 24,2m, 12,8% af tekjum]. Pro forma leiðrétt EBIT** á þriðja ársfjórðungi 2015 nam 31,6 milljónum evra eða 13,8% af tekjum.
     
  • Hagnaður þriðja ársfjórðungs 2016 nam 17,3 milljónum evra [3F 2015: 14,7m]. Hagnaður á hlut var 2,42 evru sent [3F 2015: 2,07 evru sent].
     
  • Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 33,2 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi 2016 [3F 2015: 29,7m]. Skuldahlutfall (nettó skuldir/EBITDA) í lok þriðja ársfjórðungs 2016 er 2,6x.
     
  • Pantanabókin stóð í 305,1 milljónum evra við lok þriðja ársfjórðungs 2016 samanborið við 306,5 milljónir evra í lok annars ársfjórðungs 2016 [3F 2015: 187,7m]. Pro forma pantanabók við lok þriðja ársfjórðungs 2015 var 303,6 milljónir evra.
     

Marel heldur áfram að skila góðri rekstrarniðurstöðu. Tekjur þriðja ársfjórðungs námu 235 milljónum evra með 14,2% EBIT*. Sjóðstreymi frá rekstri er áfram sterkt sem leiðir til þess að skuldahlutfallið í lok þriðja árs-fjórðungs 2016 er 2,6x.

Pantanir þriðja ársfjórðungs 2016 námu 233 milljónum evra og eru samtals 718 milljónum evra frá áramótum (pro forma). Sala á staðlaðri vöru og varahlutum var sterk í öllum iðnuðum.  Kjúklingaiðnaðurinn tryggði sér fjölmörg meðalstór og stærri verkefni fyrir viðskiptavini á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tímabili hafa markaðsaðstæður í kjöt- og fiskiðnaði verið lakari fyrir stærri verkefni. Kjötiðnaðurinn byrjaði að taka við sér á þriðja ársfjórðungi og tryggði sameinað söluteymi MPS og Marel verkefni í heildarlausnum fyrir viðskiptavini í kjötiðnað í Evrópu og Kína. Í byrjun fjórða ársfjórðungs tryggði Marel sér tímamótaverkefni í laxaiðnaði í Noregi.


Pro forma tekjur Marel á fyrstu níu mánuðum ársins 2016 námu 733 milljónum evra  með 108,4 milljónum evra í rekstrarhagnað og 14,8% EBIT*. Marel gerir ráð fyrir hóflegum innri vexti í tekjum og rekstrarhagnaði (EBIT*) sameinaðs félags á árinu 2016.


Árni Oddur Þórðarson, forstjóri:

„Við erum ánægð með niðurstöðu þriðja ársfjórðungs 2016. Teymið er einbeitt og árangursdrifið sem skilar sér í sterkri rekstrarniðurstöðu og nálægt 15% rekstrarhagnaði fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Við höldum áfram að kynna til leiks fjölmargar nýjar og skilvirkar lausnir fyrir viðskiptavini okkar og fjárfesta í innviðum fyrirtækisins  til að undirbúa framtíðarvöxt og virðisaukningu.


Á heildina litið er útlit fyrir að markaðsaðstæður fyrir stærri verkefni sé að taka við sér. Vegna almennra efnahagsaðstæðna er þó erfitt að segja til um tímasetningu á stærri verkefnum.


Samruni MPS og Marel gengur vel og samkvæmt áætlun. Við höfum sameinað og þjálfað söluteymi okkar í kjötiðnaði. Þetta frábæra teymi hefur nú tryggt verkefni í heildarlausnum fyrir viðskiptavini okkar víða um heim. Það er ljóst að við erum sterkari saman og betri í að mæta þörfum viðskiptavina okkar.“   

Horfur

Marel gerir ráð fyrir hóflegum innri vexti í tekjum og rekstrarhagnaði (EBIT*) sameinaðs félags á árinu 2016.


Til meðal og lengri tíma litið, telur Marel að nýsköpun og sterk markaðsstaða um allan heim í öllum iðnuðum félagsins muni skila góðum vexti og aukinni arðsemi. Framtíðarhorfur eru góðar og gert er ráð fyrir því að markaðsvöxtur nemi 4-6% á næstu árum. Markmið Marel er að halda áfram að vaxa hraðar en markaðurinn.


Langtímahorfur Marel eru góðar en til skemmri tíma litið hefur óvissa í heimsbúskapnum aukist. Engu að síður má gera ráð fyrir að afkoman verði breytileg milli ársfjórðunga vegna efnahagsþróunar á heimsvísu, sveiflna í pöntunum og tímasetninga stærri verkefna.


Vinsamlegast athugið að tilkynning þessi tekur aðeins til helstu þátta uppgjörsins en uppgjörstilkynning í fullri lengd á ensku er aðgengileg á heimasíðu Marel: http://marel.com/corporate/investor-relations/publications
Þar er m.a. að finna lykiltölur og yfirlit yfir markaði félagsins.


Kynningarfundur 27. október 2016

Marel boðar til kynningarfundar um afkomu félagsins fimmtudaginn 27. október kl. 8:30 í húsnæði þess að Austurhrauni 9, Garðabæ. Fundinum verður einnig netvarpað: www.marel.com/webcast.


Birtingardagar fyrir reikningsárið 2017 og 2018

 4. ársfjórðungur 2016                                  8. febrúar 2017 
 1. ársfjórðungur 2017                                  3. maí 2017
 2. ársfjórðungur 2017                                  26. júlí 2017
 3. ársfjórðungur 2017                                  25. október 2017
 4. ársfjórðungur 2017                                  31. janúar 2018


Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaðar.


Frekari upplýsingar veitir:

Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður fjárfestatengsla og samskipta. Símar: 563-8626 og 853-8626

Financial Statements Q3 2610 Marel Frettatilkynning Q3 2016 Pdf

Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password