Ársskýrsla 2017

Placeholder Image

Marel hefur gefið út rafræna ársskýrslu fyrir árið 2017

Skýrslan er gefin út í vefútgáfu þar sem m.a. er boðið upp á áhugavert margmiðlunarefni, gagnvirkar töflur og gröf. Þetta er í fimmta skipti sem Marel birtir rafræna ársskýrslu en hana má finna á heimasíðu félagsins marel.com og á ársskýrsluvef félagsins: http://ar2017.marel.com.

Ein af þeim nýjungum sem fylgja skýrslunni í ár eru svokallaðir deilihnappar fyrir samfélagsmiðla. Með þeim er hægt að deila einstaka köflum, greinum eða öðru sértæku efni skýrslunnar án þess að deila allri skýrslunni í heild sinni.

Stefna, starfsemi og samfélagsleg ábyrgð

Árið 2017 var einstaklega árangursríkt og rekstur var sterkur. Í ársskýrslunni er yfirgripsmikil umfjöllun um stefnu fyrirtækisins, helstu þætti í rekstri þess og áhugaverð innsýn í árangur ársins með tilliti til þróunar og sölu á hátæknibúnaði og kerfa til vinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Tekjur félagsins árið 2017 voru rúmlega 1 milljarður evra og EBIT var 15%. Félagið stefnir á um 12% vöxt að meðaltali 2017-2026, bæði með innri og ytri vexti. 

Nýsköpun hefur verið kjarninn stefnu Marels frá upphafi. Árlega fjárfestir Marel um það bil 6% af tekjum félagsins í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Árið 2017 nam sú fjárfesting 58 milljónum evra.

Árið 2017 var Marel þátttakandi í NASDAQ Sustainable Market Initiative í fyrsta skipti og félagið fylgir nú nýjum stöðlum um upplýsingagjöf vegna samfélagsábyrgðar eða ESG Reporting Guidelines. Tölfræði um samfélagsábyrgð samkvæmt þessum stöðlum er að finna í kaflanum Ábyrgur vöxtur (e. Responsible Growth) í ársskýrslunni.

Sprotafyrirtæki verður alþjóðlegt hátæknifyrirtæki

Á árinu fagnaði Marel 25 ára skráningarafmæli. Skráning hlutabréfa Marel í Kauphöllinni 1992 var gæfuspor til frekari framþróunar og vaxtar félagsins. Marel hefur á þeim tíma umbreyst úr sprotafyrirtæki í alþjóðlegt hátæknifyrirtæki.

Við skráningu árið 1992 voru starfsmenn 45 talsins og velta félagsins 410 milljónir króna. Í dag starfa 5.400 starfsmenn í yfir 30 löndum hjá Marel sem velti um 125 milljörðum króna árið 2017. Á sama tímabili hafa tekjur félagsins að jafnaði vaxið yfir 20% árlega.

Marel er í dag verðmætasta félagið í Kauphöllinni eða sem jafngildir um 30% af verðmæti allra skráðra hlutafélaga á Íslandi. Hluthafar Marel eru rúmlega tvö þúsund talsins og um 95% þeirra eru íslenskir.

Arðgreiðsla

Stjórn Marel hefur lagt til að  hluthafar fái greiddan arð fyrir rekstrarárið 2017 sem nemur 4,19 evru sentum á hlut eða um 30% af hagnaði rekstrarársins 2017 miðað við útistandandi hluti í árslok. 

Fjárfestatengsl:

Nánari upplýsingar veitir fjárfestatengill félagsins, Tinna Molphy í gegnum netfangið tinna.molphy@marel.com


Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password