Ársskýrsla 2019

Placeholder Image

Ársskýrsla Marel fyrir árið 2019 er komin út.

Í ársskýrslunni má finna yfirgripsmikla umfjöllun um helstu þætti í rekstri fyrirtækisins, stefnu þess og áhugaverða innsýn í árangur ársins varðandi þróun, sölu og þjónustu vegna hátæknibúnaðar og kerfa til vinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski.

Skýrslan er gefin út í vefútgáfu þar sem meðal annars er í boði margmiðlunarefni, gagnvirkar töflur og gröf. Skýrsluna má finna á: http://ar2019.marel.com

Allt telur

Með nýsköpun og sjálfbærni að leiðarljósi höldum við ótrauð áfram að umbreyta matvælaframleiðslu á heimsvísu. Þar höfum við ætíð hugfast að allt telur. Hver og einn vatnsdropi við framleiðslu. Hver og ein hugmynd. Hvert og eitt viðbótargramm af matvöru. Hvert og eitt okkar jarðarbúa.

Frekari upplýsingar um Marel og hvernig við höfum byggt á gögnum, tækni og nýsköpun til að auka verðmæti og sjálfbærni í matvælaiðnaði má finna í ársskýrslu Marel.

http://ar2019.marel.com

Stefna, nýsköpun og samfélagsleg ábyrgð

Tekjur Marel fyrir árið 2019 námu 1,3 milljarða evra og EBIT var 13.5%. Í árslok, voru starfsmenn Marel um 6.300 talsins í yfir 30 löndum. Þrátt fyrir krefjandi markaðsaðstæður sem lituðust af umróti á heimsmörkuðum og viðskiptahindrunum, náði Marel góðum árangri á árinu í samræmi við stefnu félagsins.

Árið 2019 nam fjárfesting Marel í nýsköpun 82 milljónum evra, en árlega fjárfestir Marel um það bil 6% af tekjum félagsins í nýsköpun og vöruþróun. Sú fjárfesting gerði okkur kleift að kynna metfjölda nýrra lausna, 30 talsins, sem styðja við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu.

Fjárfesting í innviðum Marel og kaup á fyrirtækjum á borð við Curio, Cedar Creek Company og Worxmimity Technology, styðja við aukna markaðshlutdeild, bætt vöruframboð og vöxt félagsins. 

Framtíðarsýn Marel er skýr. Í samstarfi við viðskiptavini okkar umbyltum við matvælaframleiðslu á heimsvísu svo að matvæli verði framleidd á skilvirkari, hagkvæmari og sjálfbærari hátt. Á árinu héldum við áfram að vinna sem samheldið teymi að nýsköpun til þess að skapa verðmæti fyrir viðskiptavini og samfélagið allt. Með því að þróa nýja ferla og tækni styrkjum við samfélög, bætum gæði matvæla og öryggi og stuðlum að sjálfbærari nýtingu auðlinda.

Fjárfestatengsl

Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið IR@marel.com og í síma 563 8001.

Um Marel

Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Hjá félaginu starfa um 6.300 manns í yfir 30 löndum, þar af um 720 á Íslandi. Marel velti 1,3 milljarði evra árið 2019 en árlega fjárfestir Marel um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið var skráð í Kauphöll Íslands árið 1992, en í júní 2019 fór fram tvíhliða skráning á hlutabréfum í félaginu í Euronext kauphöllinni í Amsterdam.

 


Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password