Ársskýrsla 2020

Microsoftteams Image 6

Ársskýrsla Marel fyrir árið 2020 er komin út.

Nýsköpun til áhrifa

Í gegnum starfsmenn okkar um heim allan tengjumst við viðskiptavinum okkar, samstarfsaðilum, hluthöfum og samfélaginu öllu sterkum böndum. Þegar heimsfaraldur skall á með fullum þunga lögðum við höfuðáherslu á að styrkja þessi sambönd og efla samskipti. Í krefjandi aðstæðum tryggðum við öryggi starfsfólks okkar og samstarfsaðila og lögðum okkar lóð á  vogarskálarnar til að halda matvælakeðjunni gangandi, en hún er ein mikilvægasta virðiskeðja í heimi. Í því stóra verkefni voru sambönd, samskipti og samheldni lykillinn að árangri.  

Alþjóðlegt sölu- og þjónustunet Marel í yfir 30 löndum gerði það að verkum að við gátum stutt við viðskiptavini okkar og tryggt stöðugt framboð af vörum og þjónustu í krefjandi aðstæðum. Snjallar framleiðslulausnir okkar tryggja aukna sjálfvirkni og betri nýtingu á verðmætu hráefni. Stafrænar lausnir okkar veita viðskiptavinum mikilvæga innsýn og upplýsingar sem gera þeim kleift að umbylta og aðlaga framleiðslu sína að breyttum þörfum neytenda í heimsfaraldri.

Í ársskýrslunni má finna yfirgripsmikla umfjöllun um Marel sem er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á alifuglum, kjöti og fiski. Ársskýrslan er aðgengileg á stafrænu formi, þar sem meðal annars er að finna margmiðlunarefni, gagnvirkar töflur og gröf, og einnig sem PDF skjal á ar2020.marel.com.

Fjárfestatengsl

Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið IR@marel.com og í síma 563 8001.

Samskiptasvið

Fjölmiðlafyrirspurnir skulu sendar á samskiptasvið Marel í gegnum netfangið globalcommunications@marel.com og í síma 563 8200.

Um Marel

Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Hjá Marel starfa nú um 6.800 manns í yfir 30 löndum, þar af um 720 á Íslandi. Marel velti 1.238 milljónum evra árið 2020, en árlega fjárfestir félagið um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið var stofnað 1983, skráð í Kauphöll Íslands árið 1992, og tvíhliða skráð í Euronext kauphöllina í Amsterdam árið 2019.


Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password