Ársskýrsla 2021

Ar2021 360

Ársskýrsla Marel fyrir árið 2021 er komin út.

360° heildarsýn

Þar er leitast við að gefa lesendum innsýn í starfsemi Marel, stefnu og tækifæri til vaxtar. Árangur Marel byggir á stöðugri nýsköpun og öflugu neti starfsmanna hringinn í kringum hnöttinn. Við getum öll haft áhrif. Í hringrásarhagkerfinu skiptir hver gráða máli og 360° heildarsýn okkar snýst um að auka sjálfbærni í matvælaframleiðslu með betri nýtingu á hráefni, orku og vatni. Þannig höldum við ótrauð áfram að umbylta matvælaframleiðslu á heimsvísu.

Ársskýrslan er aðgengileg á stafrænu formi, þar sem meðal annars er að finna yfirgripsmikla umfjöllun um Marel sem er í fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á alifuglum, kjöti og fiski. Hjá Marel starfa nú yfir 7.000 manns í yfir 30 löndum, þar af um 750 á Íslandi. Marel velti 1,4 milljörðum evra árið 2021, en árlega fjárfestir félagið um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Kynntu þér ársskýrslu Marel 2021 hér:

Ársskýrsla 2021

 

Rafrænn aðalfundur Marel

Aðalfundur Marel hf. verður haldinn í dag 16. mars 2022 klukkan 16:00. Fundurinn er eingöngu rafrænn og fer fram á ensku. Nánari upplýsingar og fundargögn má nálgast á aðalfundarvef Marel, á marel.com/agm.

Fyrirspurnir um skráningu eða fyrirkomulag fundarins má senda á agm@marel.com eða hringja í 563 8205 milli 9:00-16:00.


Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password