Stefna, starfsemi og samfélagsleg ábyrgð
Marel náði góðum árangri 2018. Tekjur félagsins árið 2018 námu 1,2 milljörðum evra og EBIT var 14.6%. Í árslok 2018, voru starfsmenn Marel rúmlega 6.000 talsins í yfir 30 löndum.
Í ársskýrslunni má finna yfirgripsmikla umfjöllun um helstu þætti í rekstri fyrirtækisins, stefnu þess og áhugaverða innsýn í árangur ársins með tilliti til þróunar og sölu á hátæknibúnaði og kerfa til vinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski.
Með öflugri nýsköpun og markaðssókn stefnir Marel að 12% vexti á ári að meðaltali frá 2017 til 2026. Nýsköpun hefur verið kjarninn í stefnu Marels frá upphafi. Árlega fjárfestir Marel um það bil 6% af tekjum félagsins í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Árið 2018 nam fjárfesting Marel í nýsköpun 74 milljónum evra.
Framtíðarsýn Marel er skýr, ‚i samstarfi við viðskiptavini okkar viljum við umbylta matvælaframleiðslu á heimsvísu svo að matvæli verði framleidd á skilvirkari, hagkvæmari og sjálfbærari hátt. Þetta verkefni, líkt og margar þeirra samfélagslegu áskorana sem bíða, þarfnast nýsköpunar.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og ákall Global Compact sáttmálans eru ákveðið leiðarljós fyrir atvinnulífið um ábyrga starfsemi fyrirtækja. Svar okkar við því er nýsköpun og samvinna.
Áhersla á gögn og gagnanýtingu frá fyrsta degi
Fyrir 40 árum varð Marel vogin kveikjan að gagnabyltingu í íslenskum sjávarútvegi. Síðan þá höfum við byggt á gögnum og nýsköpun til að auka verðmæti í matvælaiðnaði með töluverðum árangri. Notkun nákvæmra gagna síðustu áratugi hefur gert okkur kleift að þróa lausnir sem tryggja gæði matvæla með sem lægstum tilkostnaði sem og tilliti til fyrirtækja og umhverfis.
Frekari upplýsingar um Marel og hvernig við höfum byggt á gögnum og nýsköpun til að auka verðmæti í matvælaiðnaði má finna í ársskýrslu Marel
Við minnum á aðalfund Marel sem haldin verður í dag, 6. Mars 2019 klukkan 16:00 í Höfuðstöðvum félagsins að Austurhrauni 9, Garðabæ.
Fjárfestatengsl:
Nánari upplýsingar veita Tinna Molphy og Marinó Þór Jakobsson í gegnum netfangið IR@marel.com eða í síma 563 8001.