Boðun hluthafafundar 22. nóvember 2018

Placeholder Image

Boðað er til hluthafafundar í Marel hf. í höfuðstöðvum félagsins að Austurhrauni 9, 210 Garðabæ, fimmtudaginn 22. nóvember nk., kl. 16:00.

Dagskrá:

  • Tillaga um lækkun hlutafjár.
    • Lækkun á eigin hlutum félagsins vegna undirbúnings mögulegrar tvíhliða skráningar félagsins, til hagsbóta fyrir hluthafa.
  • Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til þess að setja upp formlega endurkaupaáætlun.
  • Önnur mál, löglega borin fram.

Fundarstörf munu fara fram á ensku.

Hluthafar eiga rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á hluthafafundi og skal kröfu þar um fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun til stjórnar. Til þess að tillögur frá hluthöfum sem leggja á fyrir á fundinum verði teknar þar til umræðu, verður að skila þeim til stjórnar félagsins eigi síðar en tíu dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 16:00 mánudaginn 12. nóvember. Hafi hluthafar krafist þess að tiltekið mál eða ályktun verði tekin fyrir, verða endanleg dagskrá og tillögur uppfærðar á vefsvæði félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir hluthafafundinn.

Á vef félagsins https://marel.com/hluthafafundur er að finna allar frekari upplýsingar í tengslum við hluthafafundinn, þar með talið frekari upplýsingar um rétt hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og leggja fram ályktunartillögur fyrir fundinn, drög að dagskrá fundarins, tillögur stjórnar félagsins, umboðsform, leiðbeiningar um bréflega kosningu, auk upplýsinga um skjöl sem lögð verða fyrir fundinn.

Ekki er gert ráð fyrir að atkvæðagreiðslur á hluthafafundinum verði skriflegar nema einhver fundarmanna krefjist þess eða fundarstjóri úrskurði um annað. Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Óski hluthafi eftir að taka fyrirfram þátt í atkvæðagreiðslu bréflega eru atkvæðaseðlar aðgengilegir á framangreindri vefsíðu hluthafafundarins ásamt nánari upplýsingum um framkvæmd bréflegrar atkvæðagreiðslu. Atkvæði þurfa að berast á skrifstofu félagsins að Austurhrauni 9, 210 Garðabæ fyrir kl. 15:30 á fundardag 22. nóvember.

Endanleg dagskrá fundarins og tillögur verða aðgengilegar hluthöfum sjö dögum fyrir fundinn á framangreindum vef félagsins sem og á skrifstofu félagsins.

Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmenn hluthafa skulu framvísa skriflegum umboðum við inngang. Atkvæðaseðlar og önnur gögn verða aðgengileg á fundarstað frá kl. 15:30.

Stjórn Marel hf.

Marel Tillogur Til Hluthafafundar 2018

Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password