Bráðabirgðauppgjör annars ársfjórðungs 2022

Metpantanir sem nema 472 milljónum evra, tekjur voru 397 milljónir evra og EBIT framlegð 6,3%

Abstract (2).jpg (1)

Samkvæmt óendurskoðuðu bráðabirgðauppgjöri Marel fyrir annan ársfjórðung 2022 voru metpantanir að upphæð 472 milljónir evra (2F21: 371m) og tekjur námu 397 milljónum evra (2F21: 328m). Kaupin á Wenger skiluðu pöntunum sem nema 17 milljónum evra og tekjum sem nema 12 milljónum evra í fjórðungnum. Pantanabókin er einnig sterk og nam 775 milljónum evra (mars ´22: 619m og júní ´21: 499m), að meðtaldri pantanabók frá Wenger og Sleegers að upphæð 81 milljón evra.

Rekstrarniðurstaða fjórðungsins er undir væntingum með 6,3% EBIT framlegð (2F21: 11,8%). Kaupin á Wenger höfðu jákvæð áhrif á rekstrarniðurstöðuna. Í ljósi áframhaldandi áskorana tengdum aðfangakeðju og hárrar verðbólgu sem leiddi til hægari tekjuvaxtar en vænt var, mun Marel grípa til aðgerða þegar í stað til að bæta rekstrarafkomu og styðja við fjárhagsleg markmið sín fyrir árslok 2023.

Til að lækka kostnað hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin að fækka starfsmönnum félagsins um 5% á heimsvísu. Áætlað er að þessar breytingar muni skila sér í lækkun á kostnaðargrunni sem nemur 20 milljónum evra á ársgrundvelli, en einskiptiskostnaður nemur um 10 milljónum evra. Sterk staða pantanabókar og virk verðstýring á vörum Marel munu styðja við stighækkandi tekjuvöxt og bætta rekstrarafkomu á síðari helmingi ársins, eins og fram kom í afkomutilkynningu vegna 1F 2022.

Pípan af nýjum verkefnum er áfram sterk og drifin áfram af nýsköpun og aukinni markaðssókn um heim allan til að mæta væntum vexti. Eftirspurn í alifugla- og fiskiðnuðum er sterk, en veikari í kjötiðnaði sem mun hafa áhrif á samsetningu tekna. Í núverandi umhverfi verðbólgu, skorts á vinnuafli og breytilegri neytendahegðun er Marel í einstakri stöðu til að styðja við matvælaiðnaðinn með hátækni- og hugbúnaðarlausnum sem leiða til meiri sjálfvirkni, öryggis og rekjanleika.

Bráðabirgðauppgjörið er óendurskoðað og kann að taka breytingum. Marel mun birta afkomu fyrir annan ársfjórðung á bæði NASDAQ Iceland og Euronext Amsterdam samkvæmt fjárhagsdagatali sínu þann 27. júlí 2022.

*Rekstrarniðurstaða aðlöguð fyrir afskrift á óefnislegum eignum sem tengjast yfirtökum (PPA) og fyrir kostnaði tengdum yfirtökum.

Rafrænn afkomufundur með markaðsaðilum 28. júlí kl. 8:30

Fimmtudaginn 28. júlí 2022 kl. 8:30 verður haldinn afkomufundur fyrir fjárfesta og markaðsaðila. Fundurinn verður eingöngu rafrænn en þar munu stjórnendur kynna afkomu félagsins og helstu atriði úr rekstri á öðrum ársfjórðungi.

Fundinum verður vefvarpað beint og upptaka verður aðgengileg á marel.com/ir eftir fundinn. Nánari upplýsingar um afkomufundinn verða birtar síðar í vikunni.


Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password