- Linda Jónsdóttir tekur við stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs og mannauðs (e. Chief Operating Officer). Hún mun leiða lykilfjárfestingar í innviðum til að styrkja undirstöður í rekstri og aðfangakeðju og styðja við rekstrarmarkmið.
- Stacey Katz tekur við stöðu fjármálastjóra (e. Chief Financial Officer) og tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn.
- Folkert Bölger, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra framleiðslu og innkaupa (e. EVP Global Supply Chain) kveður nú Marel.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel:
“Viðskiptavinir okkar eru stórhuga í fjárfestingum til að umbreyta matvælavinnslu til að auka sjálfvirknivæðingu og ná fram auknum sveigjanleika og skölun rekstrar. Þetta kristallast í 22% aukningu pantana á síðasta ári. Tekjur Marel dreifast vel milli iðnaða og landssvæða svo og flæði þjónustutekna sem nema um 40% heildartekna.
Fjárhagsstaða félagsins er firnasterk og við njótum þess að hafa á að skipa úrvalshópi framtíðarleiðtoga. Til að viðhalda forystu okkar á markaði og ná metnaðarfullum rekstrar- og vaxtarmarkmiðum er skipulag okkar í stöðugri mótun. Árni Sigurðsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga (e. Chief Strategy Officer and EVP of strategic business units), mun áfram leiða okkar metnaðarfullu áætlanir um fyrirtækjakaup, vöxt stafrænna lausna og þróunar vöruframboðs til framleiðslu tilbúinna rétta. Til að leiða aukna sjálfvirknivæðingu innan félagsins og skilvirkan rekstur mun Linda Jónsdóttir taka við stöðu framkvæmdastjóra reksturs og mannauðs (e. Chief Operating Officer). Í því starfi mun hún stýra og samhæfa fjárfestingar og umbreytingaverkefni þvert á starfsemi félagsins. Við hennar starfi sem fjármálastjóri (e. CFO) tekur Stacey Katz. Með þessum breytingum verðum við enn betur í stakk búin að dreifa kröftum okkar, skýra áherslur, auka hraða í ákvarðanatökum og verða einfaldlega sterkara teymi.
Linda hefur sannað leiðtogahæfileika sína og kemur með mikla reynslu í farteskinu í sitt nýja starf. Hún hefur áunnið sér traust og virðingu samstarfsmanna sinna á þeim 13 árum sem hún hefur starfað hjá Marel og leitt svið fjármála, upplýsingatækni, starfsmannamála og áður fjárfestatengsla og fjárstýringar. Þetta hefur sannarlega verið tími umbreytinga hjá Marel, með miklum vexti og aukningu í virðissköpun og ég treysti henni fullkomlega til að leiða hin mikilvægu fjárfestingaverkefni í innviðum félagsins sem framundan eru.
Það gleður mig að kynna Stacey Katz sem fjármálastjóra og nýjan meðlim framkvæmdastjórnar. Í fyrri störfum sínum fyrir Marel hefur Stacey unnið náið með framkvæmdastjórn og öðrum lykilstjórnendum félagsins síðustu 8 ár, nú síðast sem yfirmaður reikningsskila (e. Chief Accounting Officer), sýnt lofandi leiðtogahæfileika og hefur mikinn eldmóð og metnað fyrir Marel.
Ég þakka Folkert Bolger kærlega fyrir hans mikilvæga framlag til Marel í gegnum árin og óska honum velfarnaðar í framtíðarverkefnum á nýjum vettvangi.”
Linda Jónsdottir skipuð framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs
Linda Jónsdóttir hefur verið skipuð framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs (e. Chief Operating Officer). Í dag er fjárhagsstaða Marel sterk, grunnrekstur góður og félagið vel fjármagnað. Eitt mikilvægasta og stærsta verkefnið sem við nú tökumst á við er fjárfesting og sjálfvirknivæðing á innflæði, vistun og dreifingu varahluta til að auka sveigjanleika og tryggja skjótan svörunar- og afhendingartíma um allan heim. Linda hóf störf hjá Marel árið 2009 og hefur verið í stöðu fjármálastjóra frá árinu 2014. Frá því hún tók við sem fjármálastjóri hafa tekjur Marel tvöfaldast úr 0,7 milljörðum evra í 1,4 milljarða evra og EBIT vaxið úr 49 milljónum evra í 154 milljónir evra. Rekstur fjármála, hugbúnaðar, mannauðs og hafa einnig tekið stakkaskiptum á tímabilinu með bættu skipulagi, stjórnun og rekstri. Einnig var Linda leiðandi í tvískráningu félagsins á Euronext Amsterdam 2019 sem var mikilvægt skref í vaxtarstefnu félagsins.
Stacey Katz skipuð fjármálastjóri
Stacey Katz hefur verið skipuð fjármálastjóri (e. Chief Financial Officer) og mun bera ábyrgð á fjármálum, upplýsingatækni og Global Business Services. Stacey hóf störf hjá Marel árið 2014 og sem yfirmaður Global Business Services, hefur hún leitt uppbyggingu og þróun á stafrænum ferlum og þjónustu (e. shared services, end to end business processes, master data, business intelligence, and cross-functional program management). Í hlutverki sínu sem yfirmaður reikningsskila (e. Chief Accounting Officer) hefur hún stutt við aukin gæði í reikningsskilum félagsins. Áður starfaði Stacey með viðskiptaþróun (e. Strategy & Development) þar sem hún var í lykilhlutverki í hagræðingaraðgerðum félagsins á árunum 2014-2015.
Stacey lauk bachelor gráðu frá Cornell háskólanum í Bandaríkjunum og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er löggiltur endurskoðandi (e. Certified Public Accountant) í New York og býr yfir yfirgripsmikilli reynslu sem endurskoðandi og ráðgjafi bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi og í mismunandi iðnuðum. Stacey hefur bandarískan og íslenskan ríkisborgararétt.