Verðbil kaup- og sölutilboða skal nú ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Nasdaq Iceland hf. eins og hún er hverju sinni þannig að verðbil verði sem næst 1,5% en þó ekki minna en 1,45%. Þó skal viðskiptavaka vera heimilt að fara tímabundið undir framangreint viðmið svo sem vegna aðstæðna sem skapast vegna verðskrefatöflu Kauphallarinnar.
Fyrir breytinguna var hámarksmunur kaup- og sölutilboða 1,5%. Samningarnir eru að öðru leyti óbreyttir frá 5. janúar 2021.
Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið IR@marel.com og í síma 563 8001.