Fjárhagsdagatal
4F 2019 | 5. febrúar 2020 | Árshluta- og ársuppgjör. Fjárfestafundur 6. febrúar 2020 | ||
AGM | 18. mars 2020 | Aðalfundur Marel | ||
1F 2020 | 20. apríl 2020 | Árshlutauppgjör. Fjárfestafundur 21. apríl 2020 | ||
2F 2020 | 22. júlí 2020 | Árshlutauppgjör. Fjárfestafundur 23. júlí 2020 | ||
3F 2020 | 20. október 2020 | Árshlutauppgjör. Fjárfestafundur 21. október 2020 | ||
4F 2020 | 3. febrúar 2021 | Árshluta- og ársuppgjör. Fjárfestafundur 4. febrúar 2021 |
Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaðar. Vinsamlegast athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Fjárfestafundir og vefvarp
Fjárfestum og öðrum markaðsaðilum er boðið á fjárfestafundi sem haldnir eru ársfjórðungslega. Fundirnir fara fram á ensku og verður vefvarpað beint á www.marel.com/webcast en upptaka verður aðgengileg á www.marel.com/IR eftir fundi. Markaðsaðilum gefst einnig tækifæri til að hringja inn á fundina.
Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita fjárfestatenglar Marel í gegnum netfangið IR@marel.com og í síma 563 8001.
Um Marel
Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Hjá félaginu starfa yfir 6.000 manns í yfir 30 löndum, þar af um 720 á Íslandi. Marel velti 1,2 milljarði evra árið 2018 en árlega fjárfestir Marel um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið var skráð í Kauphöll Íslands árið 1992, en í júní 2019 fór fram tvíhliða skráning á 15% hlutabréfa í félaginu í Euronext kauphöllinni í Amsterdam.