Framboð til stjórnar á aðalfundi félagsins 2020

Placeholder Image

Framboðsfrestur til stjórnar Marel hf. rann út kl. 16:00 þann 13. mars 2020. Aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 18. mars kl. 16:00 með rafrænum hætti sem og í höfuðstöðvum félagsins að Austurhrauni 9, Garðabæ.

Í ljósi samkomubanns vegna COVID-19, og alvarlegs alþjóðlegs ástands, eru hluthafar og umboðsmenn þeirra eindregið hvattir til rafrænnar þátttöku í fundinum fremur en að mæta á fundarstað. 

Eftirtaldir sjö aðilar gefa kost á sér til setu í stjórn Marel:

Ann Elizabeth Savage, Spalding, Englandi
Arnar Þór Másson, Reykjavík
Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Reykjavík
Ástvaldur Jóhannsson, Seltjarnarnesi
Lillie Li Valeur, Vejle, Danmörku
Dr. Ólafur Guðmundsson, Princeton, New Jersey, Bandaríkjunum
Ton van der Laan, Berlicum, Hollandi


Frekari upplýsingar um framangreinda aðila má finna í viðhengi og eru einnig aðgengilegar á upplýsingasíðu aðalfundar 2020 á heimasíðu félagsins: https://marel.com/investors/shareholder-center/shareholder-meetings/

Samkvæmt samþykktum Marel kýs aðalfundur árlega 5-7 menn í stjórn félagsins. Stjórn Marel leggur til að kosnir verði sjö stjórnarmenn fyrir komandi starfsár.

Candidate Profiles Marel Agm 2020 7

Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password