Helstu niðurstöður aðalfundar 2018

Placeholder Image

Aðalfundur Marel hf. var haldinn þriðjudaginn 6. mars 2018 í höfuðstöðvum félagsins að Austurhrauni 9, 210 Garðabæ.

Stjórnarformaður félagsins, Ásthildur Otharsdóttir ávarpaði fundinn fyrir hönd stjórnar, og Árni Oddur Þórðarson forstjóri gaf skýrslu um fjárhagsárið 2017 og veitti innsýn í starfsemi félagsins.

Úr skýrslu stjórnarformanns Marel, Ásthildar Otharsdóttur:

„Við erum ákaflega stolt af árangri ársins 2017. Þetta var gott rekstrarár og fjárhagur félagsins er sterkur. Til hagsbóta  fyrir bæði viðskiptavini og hluthafa, var ríkulega fjárfest í undirstöðum rekstrar til að styðja við metnaðarfull vaxtarmarkmið félagsins.

Árið 2017 fagnaði Marel 25 ára skráningarafmæli í kauphöllinni á Íslandi, en á þessu ári mun félagið fagna 35 árum frá stofnun þess. Marel hefur skapað mikil verðmæti fyrir hluthafa sína frá skráningu 1992 og hefur á þeim tíma umbreyst úr sprotafyrirtæki í alþjóðlegt hátæknifyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu fyrir kjúkling, kjöt og fisk.  

Skráning hlutabréfa Marel í Kauphöllinni 1992 var gæfuspor til frekari framþróunar og vaxtar félagsins. Hlutfallsleg stærð Marel á íslenskum hlutabréfamarkaði er þó umhugsunarefni. Á grundvelli metnaðarfullrar stefnu félagsins og áforma um framtíðarvöxt hefur Marel ráðið STJ, óháðan alþjóðlegan ráðgjafa, til að greina mögulega skráningarkosti. Við munum áfram leggja áherslu á ábyrgan vöxt félagsins og langtíma verðmætasköpun til hagsbóta fyrir Marel og hluthafa þess.“

Úr skýrslu forstjóra Marel, Árna Oddar Þórðarsonar:

„Marel er leiðtogi á sínu sviði með yfir milljarð evra í tekjur og starfar  á örum vaxtarmarkaði. Tekjur hækkuðu um 6% á milli ára og félagið hefur skilað um 15% EBIT átta ársfjórðunga í röð. Síðustu ár hefur félagið tekið miklum framförum og sett mark sitt á að umbylta matvælaframleiðslu á heimsvísu.  Tekjur félagsins eru vel dreifðar eftir landsvæðum og samanstanda af þremur meginstoðum sem eru stór verkefni, staðlaðar vörur og svo þjónusta og viðhald. Gott vöruúrval og öflug nýsköpun í samstarfi við viðskiptavini okkar sést hvað best á miklum vexti í pöntunum, sem hækkuðu um 13% í 1.144 milljón evrur yfir árið.

Horfur félagsins eru góðar. Árið 2017 kynntum við metnaðarfulla vaxtarstefnu félagsins þar sem gert er ráð fyrir 12% meðalvexti næstu 10 ár, bæði með innri vexti og stefnumarkandi yfirtökum. Í ljósi góðrar rekstrarniðurstöðu og sterkrar pantanabókar gerir félagið ráð fyrir góðum innri vexti árið 2018. Saman mun öflug liðsheild 5.400 starfsmanna framfylgja sýn og gildum félagins og halda áfram þróun og sölu á öruggum og sjálfbærum lausnum til matvælaframleiðslu. Þannig sköpum við mikil verðmæti fyrir okkar nærsamfélag, viðskiptavini og hluthafa til framtíðar.“

Helstu niðurstöður fundarins

Í stjórn voru endurkjörin Ólafur Steinn Guðmundsson, Ástvaldur Jóhannsson, Margrét Jónsdóttir, Helgi Magnússon, Arnar Þór Másson,  Ásthildur Margrét Otharsdóttir og Ann Elizabeth Savage. Ný stjórn Marel kom saman eftir fundinn og skipti með sér verkum. Ásthildur Margrét Otharsdóttir verður áfram stjórnarformaður og Arnar Þór Másson er varaformaður stjórnar.

Allar tillögur stjórnar til aðalfundar voru samþykktar. Aðalfundur samþykkti arðgreiðslu sem nemur 4.19 evru sentum á hlut, eða sem samsvarar 30% af hagnaði ársins 2017. Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um að félaginu verði heimilt að kaupa allt að 10% af eigin hlutafé og að heimild þessi gildi næstu 18 mánuði frá samþykki. Starfskjarastefna félagsins fyrir árið 2018 var samþykkt efnislega óbreytt frá fyrra ári og eins var þóknun til stjórnar samþykkt.

KPMG verður áfram ytri endurskoðandi félagsins fram að næsta aðalfundi. Frekari upplýsingar um niðurstöður aðalfundarins má finna á aðalfundarvef Marel.

Ársskýrslan 2017

Marel gaf út ársskýrslu fyrir árið 2017 þann 27. febrúar síðastliðinn.

Skýrslan er gefin út í vefútgáfu þar sem m.a. er boðið upp á áhugavert margmiðlunarefni, gagnvirkar töflur og gröf. Þetta er í fimmta skipti sem Marel birtir rafræna ársskýrslu en hana má finna á heimasíðu félagsins marel.com og á ársskýrsluvef félagsins: http://ar2017.marel.com.

Aðalfundarvefur

Allar frekari upplýsingar og gögn tengd aðalfundi má nálgast á sérstökum aðalfundarvef félagsins www.marel.com/agm.

Fjárfestatengsl:

Nánari upplýsingar veitir fjárfestatengill félagsins, Tinna Molphy í gegnum netfangið tinna.molphy@marel.com eða investors@marel.com.

Marel 2018 AGM Chairman And CEO Report 6 Mar 2018

Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password