Samkvæmt 84. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 skal útgefandi, ef hann hækkar eða lækkar hlutafé sitt eða fjölgar eða fækkar atkvæðum, á síðasta viðskiptadegi þess mánaðar er breytingarnar eiga sér stað, birta opinberlega heildarfjölda hluta og heildarfjölda atkvæða.
Á hluthafafundi Marel hf. þann 22. nóvember 2018 var ákveðið að lækka hlutafé félagsins um kr. 52.983.076 að nafnvirði, með lækkun á eigin hlutum félagsins. Lækkunin er nú komin til framkvæmda og lækkar því hlutafé félagsins úr kr. 735.568.997 að nafnvirði í kr. 682.585.921 að nafnvirði, sem skiptist í jafnmarga hluti. Hverjum hlut fylgir eitt atkvæði.