Endurkaupum samkvæmt áætluninni hefur frá og með lokun markaða í dag verið hætt og er áætluninni þar með lokið. Meðalkaupverð hlutabréfa samkvæmt áætluninni var 601,90 kr. á hlut sem samsvarar 3,90 evrum á hlut miðað við vegið meðaltal á tímabilinu. Dagslokagengi hlutabréfa í Marel þann 11. mars, sem var upphafsdagur endurkaupa samkvæmt áætluninni, var 527 kr., og dagslokagengi hlutabréfanna í dag 10. júní var 690 kr.
Tilgangur endurkaupanna var að lækka hlutafé félagsins og standa við skuldbindingar sem leiða af kaupréttarsamningum við starfsmenn félagsins. Skuldbindingum félagsins vegna kaupréttarsamninga hefur nú verið mætt. Marel hf. á nú 23.080.637 eigin hluti eða sem nemur 2,99% af útgefnum hlutum í félaginu og heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Marel hefur veitt starfsmönnum sínum nemur 21,5 milljónum hluta, eða um 2,79% hlutafjár í félaginu.
Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun
Í viku 24 keypti Marel hf. 888.878 eigin hluti að kaupverði 620.025.422 kr. eins og nánar er tilgreint hér á eftir:
Dagsetning |
Tími |
Keyptir hlutir |
Viðskiptaverð |
Kaupverð (kr) |
8.6.2020 |
09:56 |
313.000 |
705 |
220.720.000 |
9.6.2020 |
09:30 |
264.782 |
693 |
183.404.798 |
10.6.2020 |
11:04 |
311.096 |
694 |
215.900.624 |
Samtals |
|
888.878 |
|
620.025.422 |
Í byrjun endurkaupaáætlunarinnar var tilkynnt að endurkaup myndu nema að hámarki 25.000.000 hlutum eða sem nemur 3,2% af útgefnum hlutum í félaginu. Endurkaupaáætlunin var í gildi frá 11. mars 2020 og skyldi henni ljúka í síðasta lagi þann 4. september 2020, en félaginu var heimilt að hætta við áætlunina hvenær sem er.
Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar var í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995, lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 596/2014 um markaðssvik („MAR“), og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 2016/1052.
Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita Fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið:IR@marel.com og í síma +354 563 8001.
Um Marel
Marel er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Hjá félaginu starfa um 6.300 manns í yfir 30 löndum, þar af um 720 á Íslandi. Marel velti um 1,3 milljarði evra árið 2019 en árlega fjárfestir Marel um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið hefur verið skráð í Kauphöll Íslands síðan árið 1992 og var lokið við tvíhliða skráningu í Euronext Kauphöllina í Amsterdam í júní 2019.