Marel 2F 2016-Hæsti ársfjórðungur í tekjum og rekstrarhagnaði

Placeholder Image

Marel kynnir afkomu annars ársfjórðungs 2016

(Allar upphæðir í evrum)

 Hæsti ársfjórðungur í tekjum og rekstrarhagnaði

  • Tekjur á öðrum ársfjórðungi 2016 námu 264,2 milljónum evra [2F 2015: 218,3m]. Pro forma tekjur á öðrum ársfjórðungi 2015 námu 253,1 milljón evra.
  • EBITDA á öðrum ársfjórðungi 2016 var 48,4 milljónir evra sem er 18,3% af tekjum [2F 2015: Leiðrétt EBITDA** 37,2m, 17,1%]. Pro forma leiðrétt EBITDA** á öðrum ársfjórðungi 2015 nam 47,7 milljónum evra eða 18,9% af tekjum.
  • EBIT* á öðrum ársfjórðungi 2016 var 39,7 milljónir evra, sem er 15,0% af tekjum [2F 2015: Leiðréttur rekstrarhagnaður EBIT** 29,7m, 13,6% af tekjum]. Pro forma leiðrétt EBIT** á öðrum ársfjórðungi 2015 nam 38,4 milljónum evra eða 15,2% af tekjum.
  • Hagnaður annars ársfjórðungs 2016 nam 22,1 milljón evra [2F 2015: 19,5m]. Hagnaður á hlut var 3,09 evru sent [2F 2015: 2,71 evru sent].
  • Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 43,7 milljónum evra á öðrum ársfjórðungi 2016 [2F 2015: 23,7m]. Skuldahlutfall (nettó skuldir/EBITDA) í lok annars ársfjórðungs 2016 er 2,7x.
  • Pantanabókin stóð í 306,5 milljónum evra við lok annars ársfjórðungs 2016 samanborið við 340,0 milljónir í lok fyrsta ársfjórðungs 2016 [2F 2015: 165,9m]. Pro forma pantanabók við lok annars árs-fjórðungs 2015 var 272,5 milljónir evra.

Annar ársfjórðungur 2016 var góður fyrir Marel með mettekjum að upphæð 264 milljónir evra og 15,0% EBIT*. Rekstrarniðurstaða og arðsemi var góð á fyrri helmingi ársins 2016. Pro forma tekjur á fyrri helmingi ársins 2016 námu 498 milljónum evra með 15,1% EBIT*.

Pantanir á öðrum ársfjórðungi 2016 námu 231 milljónum evra og samtals 485 milljónum evra frá áramótum. Pantanastaða fyrir staðlaða vöru og varahluti var sterk í öllum iðnuðum. Á fyrri helmingi ársins tryggði Marel sér nokkur stór verkefni (e. greenfields) í kjúklingaiðnaði en á sama tímabili hafa markaðsaðstæður í kjöt- og fiskiðnaði verið lakari.

Sjóðstreymi frá rekstri er sterkt og Marel heldur áfram að fjárfesta í innviðum til að vera undirbúið fyrir fram-tíðarvöxt og virðisaukningu. Skuldahlutfall (nettó skuldir/EBITDA) í lok annars ársfjórðungs 2016 er 2,7x sem er í samræmi við markmið félagsins um fjárhagsskipan.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri:

„Við erum ánægð með annan ársfjórðung sem skilar mettekjum og rekstrarhagnaði. Tekjur fjórðungsins námu 264 milljónum evra með 15,0% EBIT.

Á árinu 2016 höfum við kynnt fjölmargar nýjar og skilvirkari lausnir til leiks fyrir viðskiptavini okkar í kjúklinga-, kjöt- og fiskiðnaði sem gerir þeim kleift að styrkja stöðu sína og auka sjálfbærni í rekstri. Sjóðstreymi er sterkt og við höldum áfram að fjárfesta í innviðum Marel með bættri vinnuaðstöðu, tækjum og búnaði til að undirbúa framtíðarvöxt og virðisaukningu. Þrátt fyrir tímabundna aukningu í fjárfestingum styrkjum við fjárhagsstöðu og lækkum skuldahlutfall félagsins.   

Á síðasta ári sáum við mikinn innri vöxt í tekjum og umtalsverða aukningu í pöntunum, bæði hjá Marel og MPS.  Marel eykur verulega umfang og afkomu á fyrri hluta ársins með MPS um borð. Til lengri tíma litið eru horfur Marel mjög góðar en til skemmri tíma litið hefur óvissa í heimsbúskapnum aukist. Marel gerir ráð fyrir hóflegum innri vexti í tekjum og rekstrarhagnaði sameinaðs félags á árinu 2016“.

Endurskipulagningu í Seattle lokið

Á fyrri helmingi ársins 2015 var starfsemi nokkurra eininga á borð við háhraða skurðartækni (e. high speed slicing og frysta (e.freezing) lögð af. Á fyrri hluta ársins 2016 endurskipulagði Marel starfsemi sína í Seattle í Bandaríkjunum og fækkaði starfsmönnum um 50. Marel leggur nú áherslu á staðlaðan hátæknibúnað fyrir sjó-vinnslu (e. onboard) í stað sérhannaðra lausna. Tekjur og pantanir af aflagðri starfsemi eru 15 milljónum evra lægri á fyrri hluta ársins 2016 en fyrir sama tímabil 2015.

Horfur

Marel gerir ráð fyrir hóflegum innri vexti í tekjum og rekstrarhagnaði (EBIT*) sameinaðs félags á árinu 2016.

Til meðal og lengri tíma litið, telur Marel að nýsköpun og sterk markaðsstaða um allan heim í öllum iðnuðum félagsins muni skila góðum vexti og aukinni arðsemi. Framtíðarhorfur eru góðar og gert er ráð fyrir því að markaðsvöxtur nemi 4-6% á næstu árum. Markmið Marel er að halda áfram að vaxa hraðar en markaðurinn.

Langtímahorfur Marel eru góðar en til skemmri tíma litið hefur óvissa í heimsbúskapnum aukist. Engu að síður má gera ráð fyrir að afkoman verði breytileg milli ársfjórðunga vegna efnahagsþróunar á heimsvísu, sveiflna í pöntunum og tímasetningar stærri verkefna.

Vinsamlegast athugið að tilkynning þessi tekur aðeins til helstu þátta uppgjörsins en uppgjörstilkynning í fullri lengd á ensku er aðgengileg á heimasíðu Marel: http://marel.com/corporate/investor-relations/publications

Þar er m.a. að finna lykiltölur og yfirlit yfir markaði félagsins.

Kynningarfundur 28. júlí 2016

Marel boðar til kynningarfundar um afkomu félagsins fimmtudaginn 28. júlí kl. 8:30 í húsnæði þess að Austur-hrauni 9, Garðabæ. Fundinum verður einnig netvarpað: www.marel.com/webcast.

Birtingardagar fyrir reikningsárið 2016

  • 3. ársfjórðungur 2016                                 26. október 2016
  • 4. ársfjórðungur 2016                                1. febrúar 2017 
  • 1. ársfjórðungur 2017                                  5. maí 2017
  • 2. ársfjórðungur 2017                                  26. júlí 2017
  • 3. ársfjórðungur 2017                                  25. október 2017
  • 4. ársfjórðungur 2017                                  31. janúar 2018

Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaðar.

Frekari upplýsingar veitir:

Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður fjárfestatengsla og samskipta. Símar: 563-8626 og 853-8626.

Financial Statements Marel Q2 2016 FINAL

Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password