Marel hefur samið um framlengingu á 700 milljón evra lánalínu og undirritað nýtt 150 milljón evra sambankalán

Abstract.jpg
  • Gengið hefur verið frá framlengingu á 700 milljón evra sjálfbærnitengdri lánalínu til tveggja ára, nú með lokagjalddaga í febrúar 2027
  • Nýtt 150 milljón evra sambankalán með lokagjalddaga í nóvember 2025, með möguleika á allt að tveggja ára framlengingu, háð samþykki lánveitenda

Marel hefur gengið frá samningi um framlengingu á 700 milljón evra lánalínu til tveggja ára, sem tengd er sjálfbærnimarkmiðum félagsins. Lánasamningurinn var upphaflega til fimm ára með lokagjalddaga 2025, með möguleika á allt að tveggja ára framlengingu. Þessi heimild hefur nú verið nýtt og lánalínan framlengd til tveggja ára, með lokagjalddaga í febrúar 2027.

Til viðbótar hefur Marel undirritað samning um nýtt 150 milljón evra sambankalán sem ber sömu vaxtakjör og gjalddaga og 300 milljón dollara lán sem tilkynnt var um í nóvember 2022. Lánið er á gjalddaga í nóvember 2025 með vilyrði um allt að tveggja ára framlengingu, háðu samþykki lánveitenda.

Hið nýja lán er sambankalán veitt af leiðandi alþjóðlegum bönkum sem hafa fylgt okkur um langt skeið, þ.e. ABN AMRO, BNP Paribas, Danske Bank, HSBC, ING, og Rabobank. Þessi breiði hópur fjármálastofnana fellur vel að alþjóðlegri starfsemi Marel og lánveiting þeirra nú undirstrikar áframhaldandi vilja þeirra og stuðning við starfsemi félagsins til lengri tíma litið.

Stacey Katz, fjármálastjóri Marel:

“Við erum afar þakklát fyrir það traust sem viðskiptabankar félagsins sýna Marel og okkar metnaðarfullu vaxtarmarkmiðum. Nýtt lán, samhliða framlengingu á eldra láni, veitir félaginu aukinn rekstrarlegan sveigjanleika og styður við langtímamarkmið félagsins í núverandi markaðsumhverfi.”


Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password