Kaupin voru gerð með hefðbundnum fyrirvörum, þ.m.t. fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda, sem hafa nú verið verið uppfylltir án athugasemda og var því gengið frá kaupunum í dag, 8. október 2020. Kaupverðið, sem byggist á heildarvirði (e. enterprise value), var greitt með 128 milljónum evra í reiðufé og 2,9 milljónum hluta í Marel.
Með þessum kaupum koma saman fyrirtæki sem hvort um sig eru leiðtogar á sviði nýsköpunar og vöruþróunar og deila framtíðarsýn um umbyltingu í vinnslu matvæla. TREIF er með um 500 starfsmenn og yfir 80 milljónir evra í árstekjur (samanborið við 6.300 starfsmenn og 1.300 milljón evrur í árstekjur hjá Marel). Fyrirtækið leggur mikla áherslu á nýsköpun og leiðandi tæknilausnir, en hjá TREIF starfar fjölmennt og öflugt teymi við nýsköpun í samstarfi við trausta viðskiptavini.
Vöruframboð félaganna falla vel saman og munu kaupin einkum styrkja vöruframboð Marel á heildarlausnum í kjötiðnaði sem og öðrum iðnuðum með áherslu á aukna sjálfvirkni, matvælaöryggi og sveigjanleika í vörum fyrir neytendamarkað. Sameinuð verða fyrirtækin í sterkari stöðu til að styðja við vöxt og virðisaukningu fyrir núverandi og framtíðarviðskiptavini.
Frekari upplýsingar um kaupin á TREIF, viðskiptamódel Marel og 2017-2026 vaxtarstefnu félagsins má finna á marel.com/IR
Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veitir Tinna Molphy í gegnum netfangið IR@marel.com og í síma 563 8001.
Um Marel
Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Hjá félaginu starfa um 6.300 manns í yfir 30 löndum, þar af um 720 á Íslandi. Marel velti um 1,3 milljarði evra árið 2019 en árlega fjárfestir Marel um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið var skráð í Kauphöll Íslands árið 1992, en í júní 2019 fór fram tvíhliða skráning á hlutabréfum í félaginu í Euronext kauphöllinni í Amsterdam.
Um TREIF
TREIF er fjölskyldufyrirtæki með höfuðstöðvar í Oberlahr, Þýskalandi og er leiðandi í skurðtæknilausnum í matvælaiðnaði. Árstekjur félagsins nema um 80 milljónum evra og starfsmannafjöldi er um 500. TREIF hefur lagt mikla áherslu á nýsköpun og þróun og býr yfir breiðum og traustum viðskiptavinahópi. Síðan fráfarandi eigandi og forstjóri, Uwe Reifenhäuser, tók yfir rekstur félagsins árið 1989 hefur TREIF vaxið jafnt og þétt og opnað starfsstöðvar í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína. Viðskiptavinahópurinn er breiður og telur allt frá sérvöruverslunum til alþjóðlegra fyrirtækja í matvinnsluiðnaði, sérstaklega í kjötvörum, mjólkurvörum og bökuðum vörum. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins: treif.de/en