Kaupin voru gerð með hefðbundnum fyrirvörum, þ.m.t. fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda, sem hafa nú verið uppfylltir án athugasemda og var því gengið frá kaupunum í dag, 19. Nóvember 2021.
Kaupin munu styrkja vöruframboð Marel á heildarlausnum og auka stærðarhagkvæmni til þess að þjónusta viðskiptavini enn betur. Miðlun þekkingar og reynslu hjá sameiginlegu teymi mun hraða nýsköpun til að þjónusta betur örar breytingar í sjávarútvegi. Marel sér mikla möguleika til að byggja á vörum og tækni Völku fyrir aðra lykiliðnaði félagsins í alifuglum og kjöti. Fyrirtækin eru í lykilstöðu til þess að ná til viðskiptavina í sjávarútvegi um allan heim. Alþjóðlegt sölu- og þjónustunet Marel í yfir 30 löndum mun styðja með enn betri hætti við afhendingar á vörum, heildarlausnum, sem og nærþjónustu og afhendingu á varahlutum.
Frekari upplýsingar um yfirtökuna á Völku, viðskiptamódel Marel og 2017-2026 vaxtarstefnu félagsins má finna á marel.com/IR
Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlega hafið samband við
Marel Media Relations
Globalcommunications@marel.com
tel +354 563 8200
Marel Investor Relations
IR@marel.com
tel. + 354 563 8001