Marel lýkur kaupum á Völku

Marel Valka

Marel hefur gengið frá kaupum á Völku ehf., íslensku hátæknifyrirtæki sem framleiðir fiskvinnslulausnir fyrir alþjóðamarkað. Saman verða Marel og Valka enn betur í stakk búin til þess að umbylta fiskvinnslu í samstarfi við viðskiptavini.

Kaupin voru gerð með hefðbundnum fyrirvörum, þ.m.t. fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda, sem hafa nú verið uppfylltir án athugasemda og var því gengið frá kaupunum í dag, 19. Nóvember 2021.

Kaupin munu styrkja vöruframboð Marel á heildarlausnum og auka stærðarhagkvæmni til þess að þjónusta viðskiptavini enn betur. Miðlun þekkingar og reynslu hjá sameiginlegu teymi mun hraða nýsköpun til að þjónusta betur örar breytingar í sjávarútvegi. Marel sér mikla möguleika til að byggja á vörum og tækni Völku fyrir aðra lykiliðnaði félagsins í alifuglum og kjöti. Fyrirtækin eru í lykilstöðu til þess að ná til viðskiptavina í sjávarútvegi um allan heim. Alþjóðlegt sölu- og þjónustunet Marel í yfir 30 löndum mun styðja með enn betri hætti við afhendingar á vörum, heildarlausnum, sem og nærþjónustu og afhendingu á varahlutum.

Frekari upplýsingar um yfirtökuna á Völku, viðskiptamódel Marel og 2017-2026 vaxtarstefnu félagsins má finna á marel.com/IR

Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlega hafið samband við

Marel Media Relations
Globalcommunications@marel.com
tel +354 563 8200

Marel Investor Relations
IR@marel.com
tel. + 354 563 8001


Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password