Marel lýkur við langtíma fjármögnun að fjárhæð 140 milljónir evra á 110-130 punkta álagi á Euribor vaxtagrunni

Placeholder Image

Marel hefur í dag lokið við langtíma fjármögnun með útgáfu á Schuldschein bréfum að fjárhæð 140 milljónir evra (um 19,5 milljarðar íslenskra króna) með föstum og fljótandi vöxtum til fimm og sjö ára.

Eins og tilkynnt var þann 31. október sl. var áætlað að gefa út 100 milljónir evra. Umframeftirspurn var eftir bréfunum, en í ljósi áhuga fjárfesta á traustum rekstri Marel og hagstæðra markaðsaðstæðna á fjármálamarkaði var útgáfan stækkuð í 140 milljónir evra.

Langstærstur hluti útgáfunnar var til fimm ára með 110 punkta álagi yfir millibankavöxtum í evrum (EURIBOR) en sjö ára útgáfan var með 130 punkta álag yfir millibankavöxtum í evrum. Útgáfan var seld til fjölbreytts hóps fjárfesta á meginlandi Evrópu og Asíu.

Umsjónaraðilar útboðsins voru ABN AMRO N.V, Bayerische Landesbank og Unicredit Bank AG.

Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri Marel:

„Við erum afar ánægð með þann mikla áhuga sem fyrsta Schuldschein útgáfa Marel hefur fengið frá fjárfestum. Útgáfan endaði í 140 milljónum evra, en umframeftirspurn var eftir bréfunum sem staðfestir trú fjárfesta á traustum rekstri Marel og fjárhagsstyrk. Við erum þakklát fyrir það traust sem fjárfestar sýna með þessum hætti, en með útgáfunni fjölgum við stoðum í langtíma fjármögnun félagsins sem eykur sveiganleika í rekstri og styður við metnaðarfullar áætlanir um framtíðarvöxt og virðisaukningu.“

Fjárfestatengsl:

Nánari upplýsingar veita Tinna Molphy og Marinó Þór Jakobsson í gegnum netfangið IR@marel.com og í síma 563-8001.


Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password