Marel: Sterkt sjóðstreymi og betri kostnaðarþekja, EBIT framlegð 9%

Abstract 5.jpg

Marel kynnir afkomu þriðja ársfjórðungs 2023

  • Sjóðstreymi var sterkt á fjórðungnum eða 62 milljónir evra, minni fjárfestingar og bati í hreinum veltufjármunum skilaði 32 milljónum í frjálsu sjóðstreymi á 3F23
  • Pantanir námu 391 milljónum evra á fjórðungnum en horfur fara batnandi og pípan er sterk. Fjórði ársfjórðungur byrjar af krafti með samkomulagi um eitt stærsta verkefni Marel fyrir kjúklingaiðnað til þessa
  • Þjónustutekjur voru áfram sterkar eða 196 milljónir evra á fjórðungnum, en heildartekjur lækkuðu í 404 milljónir evra sem skýrist af lægri mótteknum pöntunum á stærri verkefnum á fyrri ársfjórðungum
  • Aðgerðir til kostnaðarlækkunar skiluðu sér í 8,6 milljóna evra lægri kostnaði á fjórðungnum samanborið við sama tíma í fyrra
  • EBIT framlegð var 9% á lægri tekjugrunni. Bati í framlegð skýrist af bættri kostnaðarþekju (e. price/cost ratio) í framleiðslu, tekjusamsetningu og lækkun rekstrarkostnaðar
  • Áhersla er lögð á góðan vöxt á lægri kostnaðargrunni sem mun styðja við markmið um stöðuga 14-16% EBIT framlegð eftir því sem árinu 2024 vindur fram

Helstu atriði í afkomu þriðja ársfjórðungs 2023:

  • Pantanir námu 390,8 milljónum evra (2F23: 406,5m, 3F22: 427,1m).
  • Pantanabókin stóð í 561,7 milljónum evra (2F23: 574,5m, 3F22: 751,0m).
  • Tekjur námu 403,6 milljónum evra (2F23: 422,4m, 3F22: 450,6m).
  • Hlutfall pantana á móti tekjum (e. Book-to-bill) var 0,97 og hlutfall pantanabókar samsvarar 31,9% af tekjum síðustu tólf mánaða.
  • EBIT1 nam 36,3 milljónum evra (2F23: 33,8m, 3F22: 46,2m), sem var 9,0% af tekjum (2F23: 8,0%, 3F22: 10,3%).
  • Hagnaður nam 10,1 milljónum evra (2F23: 3,1m, 3F22: 8,9m).
  • Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 62,4 milljónum evra (2F23: 27,1m, 3F22: 1,0m).
  • Frjálst sjóðstreymi nam 32,4 milljónum evra (2F23: -6,1m, 3F22: -34,8m).
  • Skuldahlutfall gagnvart lánastofnunum2 var undir 3,5x í lok september (2F23: 3,4x, 3F22: 3,8x). Skuldahlutfall3 var 3,7x í lok september (2F23: 3,5x, 3F22: 3,9x) og áhersla lögð á að ná aftur markmiði félagsins um fjármagnsskipan um skuldahlutfall milli 2-3x.

Helstu atriði í afkomu janúar – september 2023 (9M23):

  • Pantanir námu 1.159,9 milljónum evra (9M22: 1.320,6m).
  • Tekjur námu 1.273,4 milljónum evra (9M22: 1.219,5m).
  • EBIT1 nam 110,3 milljónum evra (9M22: 102,5m), sem var 8,7% af tekjum (9M22: 8,4%).
  • Hagnaður nam 22,3 milljónum evra (9M22: 40,2m).
  • Hagnaður á hlut (EPS) var 2,96 evru sent (9M22: 5,33 evru sent).
  • Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 123,8 milljónum evra (9M22: 52,1m).
  • Frjálst sjóðstreymi nam 26,0 milljónum evra (9M22: -28,1m).

Ítarlegri umfjöllun um rekstur og afkomu félagsins má finna í enskri útgáfu fréttatilkynningarinnar (íslenska útgáfan veitir aðeins yfirlit yfir helstu þætti uppgjörsins, horfur, fjárfestafund og fjárhagsdagatal).

1 Rekstrarniðurstaða leiðrétt fyrir afskrift á óefnislegum eignum sem tengjast yfirtökum (PPA) og fyrir
kostnaði tengdum yfirtökum. Á þriðja og fjórða ársfjórðungi 2022 og öðrum ársfjórðungi og þriðja ársfjórðungi 2023 er rekstrar-niðurstaða jafnframt leiðrétt fyrir kostnaði vegna endurskipulagningar.
2 Nettó skuldir (án leiguskuldbindinga) / Pro forma leiðrétt EBITDA síðustu 12 mánaða (að yfirteknum félögum meðtöldum) án óreglulegra liða samkvæmt lánasamningum Marel.
3 Nettó skuldir (að leiguskuldbindingum meðtöldum) / Pro forma leiðrétt EBITDA síðustu 12 mánaða (að yfirteknum félögum meðtöldum).

Úr nýjasta uppgjöri

3F 2023 lykiltölur

###

403,6m

Tekjur í evrum

36,3m

Aðlagað EBIT í evrum

390,8m

Pantanir í evrum

561,7m

Pantanabók í evrum

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri

„Við höfum aukið nálægð við viðskiptavini til að ná enn betri árangri á markaði. Við höfum aukið sveigjanleika í rekstri með hagkvæmara kostnaðarhlutfalli (e. price/cost ratio) og náð fram lægri kostnaðargrunni til lengri tíma litið, og náum nú aftur að skila framúrskarandi sjóðstreymi.

Fjórði ársfjórðungur byrjaði vel með samkomulagi um eitt stærsta umbreytingarverkefni í kjúklingaiðnaði við einn af okkar lykilviðskiptavinum til margra ára, Baiada í Ástralíu. Þetta er breyting frá undanförnum ársfjórðungum þar sem meirihluti verkefna hafa komið inn í lok hvers fjórðungs, eins og raunin var í þessum fjórðungi með heildarpantanir upp á 391 milljón evra.

Góður gangur var áfram í þjónustutekjum sem skilaði 196 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi og styður við vaxtarhorfur um að ná yfir 800 milljónum evra í stöðugum tekjum frá varahlutum og þjónustu á ársgrundvelli. Við erum að uppskera eftir víðtækar fjárfestingar okkar í hagkvæmari rekstri sem styðja við hraðari afhendingar til viðskiptavina, aukinn skalanleika og hærri framlegð.

Við skiluðum 9% EBIT-framlegð á þriðja ársfjórðungi þrátt fyrir lægri tekjugrunn sem nam 404 milljónum evra. Við höfum einnig náð fram bata í kostnaðarhlutfalli (e. price/cost ratio) og rekstrarkostnaður hefur lækkað um nærri 9 milljónir á milli ára. Ákvarðanir og aðgerðir til að straumlínulaga rekstur og ná fram aukinni hagræðingu eru að skila árangri. Því til viðbótar hefur náðst jafnvægi í virðiskeðjum með betri afhendingu frá birgjum og lækkandi aðfanga- og flutningskostnaður styður við plön um aukna framlegð.

Sjóðstreymi var sterkt í fjórðungnum þar sem handbært fé frá rekstri fyrir vexti og skatta nam 62 milljónum evra og frjálst sjóðstreymi nam 32 milljónum evra. Bætt sjóðstreymi er árangur aukinnar áherslu okkar á bætta stýringu hreinna veltufjármuna sem m.a. miðast að því lækka birgðir og ná aukinni skilvirkni í innkaupum, framleiðslu og afhendingu. Eftir tímabil mikilla innviðafjárfestinga undanfarin misseri reiknum við með að fjárfestingar, að frátöldum fjárfestingum í rannsóknum og þróun, muni ná jafnvægi (e. normalized) í sem nemur 2-3% af tekjum.

Horfur til lengri tíma eru óbreyttar. Marel er í lykilstöðu að leiða áfram umbreytingar á markaði þar sem kröfur viðskiptavina um aukna sjálfvirkni, stafræna þróun og lækkandi kolefnisspor fara vaxandi. Ég vil þakka öllu starfsfólki Marel fyrir þá samstöðu sem það hefur sýnt, ástríðu þeirra fyrir stöðugri nýsköpun og að sinna stöðugt þörfum viðskiptavina. Fókus og samheldni starfsfólks er lykill að því að ná markmiðum um vöxt og viðvarandi 14-16% EBIT framlegð eftir því sem árinu 2024 vindur fram
."

Horfur

Tekjuvöxtur félagsins er háður hagsveiflum og þeim tækifærum sem eru í boði hverju sinni og því má gera ráð fyrir að hann verði ekki línulegur. Reikna má með breytilegri afkomu á milli ársfjórðunga vegna efnahagsþróunar, sveiflna í pöntunum og tímasetningu stærri verkefna.

Markaðsaðstæður eru áfram krefjandi sem veldur aukinni óvissu. Reikna má með bata í ytra umhverfi á komandi ársfjórðungum, samhliða hagræðingaraðgerðum og minni truflunum á aðfangakeðjunni sem muni leiða til batnandi afkomu í átt að fjárhagslegum markmiðum félagsins. Skortur á vinnuafli, há verðbólga og aukinn aðfangakostnaður viðskiptavina, samhliða aukinni áherslu á sjálfvirkni, róbótatækni og stafrænar lausnir sem tryggja örugg matvæli sem unnin eru á sjálfbæran hátt, munu halda áfram að styðja við vaxtarhorfur félagsins til lengri tíma litið.

Marel stefnir að 14-16% EBIT framlegð, ~38-40% framlegð (e. gross profit), og 24% rekstrarkostnaði sem samanstendur af ~18% sölu-, markaðs- og stjórnunarkostnaði (e. SG&A) og ~5-6% þróunarkostnaði.

Áhersla er lögð á góðan vöxt á lægri kostnaðargrunni sem skili stöðugri 14-16% EBIT framlegð eftir því fjárhagsárinu 2024 vindur fram. 

Marel stefnir að 12% meðalvexti árlega yfir tímabilið 2017-2026 sem byggir á öflugri markaðssókn og nýsköpun, samstarfi við lykilaðila og yfirtökum á fyrirtækjum.

  • Gera má ráð fyrir að áframhaldandi traustur rekstur og sterkt sjóðstreymi geti stutt við 5-7% ytri meðalvöxt á ári.
  • Marel gerir ráð fyrir að almennur markaðsvöxtur nemi 4-6% til lengri tíma. Með sterkri markaðssókn og nýsköpun stefnir Marel að innri vexti umfram almennan markaðsvöxt.
  • Marel gerir ráð fyrir að stöðugar tekjur frá þjónustu og hugbúnaði muni nema um 50% af heildartekjum félagsins í árslok 2026.

Marel gerir ráð fyrir að hagnaður á hlut vaxi hraðar en tekjur.

Eftir tímabil mikilla innviðafjárfestinga undanfarin misseri reiknum við með að fjárfestingar, að frátöldum fjárfestingum í rannsóknum og þróun, muni ná jafnvægi (e. normalized) í sem nemur 2-3% af tekjum. 

Afkomufundur með markaðsaðilum – beint streymi

Þriðjudaginn 24. október 2023 kl. 8:30 verður haldinn afkomufundur í beinu streymi fyrir fjárfesta og markaðsaðila. Þar munu stjórnendur kynna afkomu félagsins og helstu atriði úr rekstri á þriðja ársfjórðungi og svara spurningum.

Athugið að fundurinn verður eingöngu rafrænn.

Skráning fer fram hér. Fundinum verður streymt beint á Zoom, öll gögn má finna á á marel.com/ir og upptaka af fundinum verður aðgengileg eftir fundinn.

Fjárhagsdagatal

  • 4F 2023 – 7. febrúar 2023
  • Aðalfundur – 20. mars 2023

Hafa samband

Nánari upplýsingar veita Fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið IR@marel.com og í síma 563 8001.

Tinna Molphy

Tinna Molphy

Marino Thor Jakobsson

Marino Thor Jakobsson

Ellert Gudjonsson

Ellert Gudjonsson


Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password