Marel stefnir að því að kaupa 100% hlut í Völku. Yfir 90% hluthafa Völku hafa samþykkt samning um kaupin, og verður eftirstandandi hluthöfum boðið að selja sinn hlut á sömu kjörum. Kaupin eruð háð hefðbundnum fyrirvörum, þ.m.t. fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. Áætlað er að gengið verði frá kaupunum síðar á árinu.
Sameiginlegt markmið að umbylta fiskvinnslu með nýsköpun og vöruþróun
Valka og Marel deila sömu sýn og markmiði að umbylta fiskvinnslu með því að hanna og þróa sjálfbærar hátækni fiskvinnslulausnir í nánu samstarfi við viðskiptavini. Kaupin munu styrkja vöruframboð Marel á heildarlausnum og auka stærðarhagkvæmni til þess að þjónusta viðskiptavini enn betur. Miðlun þekkingar og reynslu hjá sameiginlegu teymi mun hraða nýsköpun til að þjónusta betur örar breytingar í sjávarútvegi og markaðsumhverfi. Fyrirtækin sjá mikla möguleika fyrir vörur og tækni Völku í öðrum prótín iðnuðum. Saman munu fyrirtækin vera í lykilstöðu til þess að ná til viðskiptavina um allan heim. Alþjóðlegt sölu- og þjónustunet Marel í yfir 30 löndum mun styðja með enn betri hætti við afhendingar á vörum, heildarlausnum, sem og nærþjónustu og afhendingu á varahlutum.
Helgi Hjálmarsson, stofnandi og forstjóri Völku mun taka við stöðu forstöðumanns vinnslulausna og halda áfram að vinna að nýsköpun hjá Marel.
Um Völku
Valka er hátæknifyrirtæki sem framleiðir fiskvinnslulausnir fyrir hvítfisk og lax. Helgi Hjálmarsson stofnaði fyrirtækið árið 2003 og hefur síðan þá kynnt til sögunnar fjölmargar nýstárlegar fiskvinnslulausnir sem hefur verið vel tekið af markaðsaðilum. Vöruframboð félagsins inniheldur meðal annars vatnsskurðarvélar, snyrti- og flokkunarlínur. Valka er með um 17 milljónir evra í árstekjur en hjá félaginu starfa samtals 105 starfsmenn á Íslandi og í Noregi.
Helstu atriði og tímasetningar viðskiptanna
Markmið Marel er að kaupa 100% af hlutafé Völku. Marel hefur samþykkt að kaupa yfir 90% af hlutafé Völku ehf. og mun bjóða öllum eftirstandandi hluthöfum að selja sinn hlut á sömu kjörum.
Kaupverðið er greitt 50% með reiðufé og 50% í Marel hlutabréfum, fyrir utan minni hluthafa sem býðst greiðsla með 100% reiðufé. Seljendur sem fá hlutabréf í Marel skuldbinda sig að eiga þau í 18 mánuði frá kaupunum.
Kaupin eru háð hefðbundnum fyrirvörum, þ.m.t. fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda og áætlað er að gengið verið frá kaupunum síðar á árinu. Kaupin eru fjármögnuð með sterku fjárstreymi, núverandi lánalínum og eigin hlutum.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri fiskiðnaðar Marel:
Við erum spennt fyrir því að sameinast Völku, framleiðanda hátækni fiskvinnslulausna. Valka er mjög sterkt tæknilega og hefur góða innsýn í þarfir viðskiptavina í sjávarútvegi.
Saman munu fyrirtækin byggja á því besta frá báðum, auka stærðarhagkvæmni, hraða vöruþróun og styrkja sameinað vöruframboð til þess að geta boðið viðskiptavinum framúrskarandi lausnir á þessum vaxandi markaði.
Helgi Hjálmarsson,
stofnandi og framkvæmdastjóri Völku:
Stofnun Völku árið 2003 var stórt skref fyrir mig eftir níu frábær ár í Marel þar sem ég vann að mörgum spennandi nýsköpunarverkefnum. Það mætti segja að með sameiningu Marel og Völku séum við komin aftur heim en fyrirtækin deila sömu sýn og ástríðu fyrir að þróa hátækni vinnslulausnir sem gjörbylta því hvernig fiskur er unninn á sjálfbæran hátt.
Sameinað vöruframboð okkar verður sterkur grunnur til að búa til enn betri heildarlausnir sem ég hlakka til að kynna fyrir okkar núverandi og framtíðar viðskiptavinum, sem við getum nú þjónustað betur með víðtæku sölu- og þjónustuneti Marel. Ég er virkilega spenntur að yfirfæra tækni Völku yfir í aðra iðnaði þar sem við sjáum mikil tækifæri. Ég er viss um að með sameinuðu félagi sé búið að leggja grunn að vinningsliði sem er vel í stakk búið til að ná eftirtektarverðum árangri á alþjóðavísu.
Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlega hafið samband við
Marel Media Relations
Globalcommunications@marel.com
tel. +354 563 8200
Marel Investor Relations
IR@marel.com
tel. + 354 563 8001