Marel: Uppgjör 2F 2024

Marel kynnir afkomu annars ársfjórðungs 2024 (allar upphæðir eru í evrum)

Abstract 5.jpg

Tekjur voru 415 milljónir evra, og EBIT 9.1% sem er hækkun frá síðasta ársfjórðungi og á milli ára, horfur félagsins fyrir árið 2024 hafa verið uppfærðar vegna lægri pantana

  • EBIT framlegð var 9,1% á öðrum ársfjórðungi sem er hækkun frá síðasta ársfjórðungi og á milli ára.
  • Mótteknar pantanir voru lágar, hlutfall pantana á móti tekjum (e. book-to-bill) var 0,95 og pantanabók samsvarar 32% af tekjum síðustu tólf mánaða.
  • Búist er við aukningu í mótteknum pöntunum á síðari árshelmingi sem byggist á batnandi horfum og batamerkjum í rekstrarumhverfi viðskiptavina. Þörf er á frekari vexti pantanabókar til að styðja við tekjuvöxt og bætta rekstrarafkomu.
  • Áframhaldandi áhersla á að lækka kostnaðargrunn með aðhaldi í kostnaði og bætta skilvirkni í framleiðslu og starfsmannahaldi.   
  • Skuldahlutfall hækkaði í 3,9x, aðallega vegna óhagstæðrar þróunar hreinna veltufjármuna. Skuldahlutfallið er vel innan marka samkvæmt lánaskilmálum sem var 4,5x að hámarki á öðrum ársfjórðungi.
  • Horfur félagsins fyrir árið 2024 hafa verið uppfærðar og er nú reiknað með hóflegum (e. low single digit) samdrætti tekna á árinu, að EBITDA verði á bilinu 13-14% og EBIT verði á bilinu 9-10%.

Helstu atriði í afkomu á öðrum ársfjórðungi 2024 (2F24)

  • Pantanir námu 393,4 milljónum evra (1F24: 392,8m, 2F23: 406,5m).
  • Pantanabókin stóð í 538,5 milljónum evra (1F24: 560,3m, 2F23: 574,5m).
  • Tekjur voru 415,2 milljónir evra (1F24: 412,6m, 2F23: 422,4m).
  • Hlutfall pantana á móti tekjum (e. Book-to-bill) var 0,95 og hlutfall pantanabókar samsvaraði 32% af tekjum síðustu tólf mánaða.
  • EBITDA1 nam 53,8 milljónum evra (1F24: 48,1m, 2F23: 49,9m) sem var 13,0% af tekjum (1F24: 11,7%, 2F23: 11,8%).
  • EBIT1 nam 37,7 milljónum evra (1F24: 32,8m, 2F23: 33,8m) sem var 9,1% af tekjum (1F24: 7,9%, 2F23: 8,0%).
  • Hagnaður nam 2,1 milljónum evra (1F24: -3,2m, 2F23: 3,1m).
  • Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta var -4,0 milljónir evra (1F24: 26,2m, 2F23: 27,1m).
  • Frjálst sjóðstreymi var -22,0 milljónir evra (1F24: 11,2m, 2F23: -6,1m).
  • Skuldahlutfall2 (nettó skuldir/EBITDA) var 3,9x í lok júní (1F24: 3,8x, 2F23: 3,4x).

Helstu atriði á afkomu á fyrri helmingi ársins 2024 (1H24):

  • Pantanir námu 786,2 milljónum evra (1H23: 769,1m).
  • Tekjur voru 827,8 milljónir evra (1H23: 869,8m).
  • EBITDA1 nam 101,9 milljónum evra (1H23: 106,4m) sem var 12,3% af tekjum tímabilsins (1H23: 12,2%).
  • EBIT1 nam 70,5 milljónum evra (1H23: 74,0m) sem var 8,5% af tekjum tímabilsins (1H23: 8,5%).
  • Tap nam 1,1 milljón evra á tímabilinu (Hagnaður 1H23: 12,2m).
  • Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta var 22,2 milljónir evra (1H23: 61,4m).
  • Frjálst sjóðstreymi var -10,8 milljónir evra (1H23: -6,4m).

Finna má ítarlegri umfjöllun um rekstur og afkomu félagsins í enskri útgáfu fréttatilkynningarinnar sem finna má í viðhengi (íslenska útgáfan veitir aðeins stutt yfirlit yfir helstu þætti uppgjörsins, horfur, fjárfestafund og fjárhagsdagatal).

1 Rekstrarniðurstaða og EBITDA aðlöguð fyrir afskrift á óefnislegum eignum tengdum yfirtökum (PPA), kostnaði tengdum yfirtökum og einskiptiskostnaði vegna endurskipulagningar. Á fjórða ársfjórðungi 2023 og fyrsta ársfjórðungi 2024 er rekstrarniðurstaða jafnframt leiðrétt fyrir kostnaði tengdum endurskipulagningu á vöruframboði félagsins.
2 Nettó skuldir (án leiguskuldbindinga) / Pro forma leiðrétt EBITDA síðustu 12 mánaða (að yfirteknum félögum meðtöldum) án óreglulegra liða samkvæmt lánasamningum Marel.

Úr nýjasta uppgjöri

2F 2024 lykiltölur

Tekjur voru 415 milljónir evra, og EBIT 9.1% sem er hækkun frá síðasta ársfjórðungi og á milli ára, horfur félagsins fyrir árið 2024 hafa verið uppfærðar vegna lægri pantana

415,2m

Tekjur í evrum

37,7m

Aðlagað EBIT í evrum

393,4m

Pantanir í evrum

538,5m

Pantanabók í evrum

Árni Sigurðsson, forstjóri

„Það er ánægjulegt að sjá bætta rekstrarframlegð á milli ársfjórðunga í kjölfar þeirra aðgerða sem við höfum farið í til að bæta reksturinn. Rekstrarumhverfið er áfram krefjandi og litað af óvissu sem endurspeglast í lægri mótteknum pöntunum. Við erum hins vegar viss um að rekstrarskilyrði viðskiptavina okkar fari batnandi sem muni skila sér í auknum pöntunum á seinni helmingi ársins, sérstaklega undir lok þessa árs og inn á það næsta. Í ljósi þess hve fyrri hluti árs fer rólega af stað gerum við nú ráð fyrir hóflegum samdrætti tekna á yfirstandandi rekstrarári og að EBITDA framlegð ársins verði 13-14% og EBIT framlegð 9-10%. Til lengri tíma litið og eftir því sem horfur fara batnandi, er ég sannfærður um að leiðandi staða Marel á þeim vaxtarmörkuðum sem félagið starfar og skýr stefna félagsins muni tryggja að markmið okkar til meðallangs tíma náist.

Samhliða daglegum rekstri hefur margt mikilvægt gerst á fjórðungnum í tengslum við mögulega sameiningu við JBT en undir lok júní lagði JBT fram valfrjálst yfirtökutilboð í alla hluti í Marel. Við væntum þess að viðskiptin gangi í gegn fyrir lok árs og horfum björtum augum á sameiningu félaganna í því augnamiði að bæta þjónustu við viðskiptavini með hagsmuni allra haghafa að leiðarljósi. Ég vil þakka hinu frábæra starfsfólki Marel um allan heim fyrir sitt mikilvæga starf og áræðni í síbreytilegu rekstrarumhverfi. Saman vinnum við ótrauð áfram að markmiðum okkar og þeirri framtíðarsýn að umbylta matvælavinnslu á heimsvísu."

Áframhaldandi óvissa til skemmri tíma, uppfærðar horfur fyrir rekstrarárið 2024

Markaðsaðstæður eru áfram krefjandi í ljósi spennu á alþjóðavettvangi, verðbólgu og hárra vaxta sem skapar áframhaldandi óvissu til skemmri tíma. Þetta endurspeglast í lægri mótteknum pöntunum á fyrri hluta árs sem voru undir væntingum.

Gert er ráð fyrir bata í mótteknum pöntunum á seinni helmingi ársins í ljósi betri horfa á markaði og rekstrarskilyrða viðskiptavina okkar, sérstaklega í alifuglaiðnaði. Til að ná fram vexti í tekjum og bættri afkomu þarf að byggja upp pantanabók félagsins.

Í ljósi þróunar á fyrri árshelmingi hefur Marel endurskoðað horfur sínar fyrir rekstrarárið 2024 og reiknar nú með hóflegum (e. low single digit) samdrætti í tekjum, að EBITDA framlegð ársins verði á bilinu 13-14% og EBIT framlegð verði á bilinu 9-10%.

Til meðallangs tíma litið eru horfur óbreyttar. Skortur á vinnuafli og hækkun launakostnaðar hjá viðskiptavinum okkar samhliða aukinni áherslu á sjálfvirkni, róbótatækni og stafrænar lausnir sem tryggja örugg matvæli sem unnin eru á sjálfbæran hátt, munu halda áfram að styðja við vaxtarhorfur félagsins til lengri tíma litið.

Afkomufundur með markaðsaðilum – beint streymi

Fimmtudaginn 25. júlí 2024 kl. 8:30 verður haldinn afkomufundur í beinu streymi fyrir fjárfesta og markaðsaðila. Þar munu Árni Sigurðsson forstjóri og Sebastiaan Boelen fjármálastjóri kynna afkomu félagsins og helstu atriði úr rekstri á öðrum ársfjórðungi.

Athugið að fundurinn verður eingöngu rafrænn. Fundinum verður streymt beint á Zoom og upptaka af fundinum verður aðgengileg á marel.com/ir eftir fundinn.

Skráning á veffund

 

 

Fjárhagsdagatal

  • 3F 2024 – 30. október 2024
  • 4F 2024 – 12. febrúar 2025
  • Aðalfundur – 26. mars 2025

Hafa samband

Nánari upplýsingar veita Fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið IR@marel.com og í síma 563 8001.

Tinna Molphy

Tinna Molphy

Marino Thor Jakobsson

Marino Thor Jakobsson

Ellert Gudjonsson

Ellert Gudjonsson


Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password