Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í kauphöll Nasdaq Iceland.
Íslandsbanki hf. og Kvika banki hf. skuldbinda sig sem viðskiptavakar til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð á Nasdaq Iceland í hlutabréf í Marel hf. að lágmarki 40.000 hlutir hvor viðskiptavaki um sig, á gengi sem Íslandsbanki hf. og Kvika banki hf. ákveða í hvert skipti. Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera meiri en 1,5% og frávik frá síðasta viðskiptaverði skal ekki fara yfir 3%. Heildarfjöldi hluta sem hvor viðskiptavaki um sig er skuldbundinn til að eiga viðskipti með á hverjum degi eru 240.000 hlutir í Marel hf.
Samningarnir sem taka gildi þann 24. febrúar 2020 eru ótímabundnir en uppsegjanlegir með eins mánaðar fyrirvara.
Samningi um viðskiptavakt við Landsbankann hf. var í dag sagt upp og tekur uppsögnin gildi þegar í stað.
Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið IR@marel.com og í síma 563 8001.
Um Marel
Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Hjá félaginu starfa yfir 6000 manns í yfir 30 löndum, þar af um 720 á Íslandi. Marel velti um 1,3 milljarði evra árið 2019 en árlega fjárfestir Marel um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið var skráð í Kauphöll Íslands árið 1992, en í júní 2019 fór fram tvíhliða skráning á hlutabréfum í félaginu í Euronext kauphöllinni í Amsterdam.