Nýir samningar um viðskiptavakt við Landsbankann hf. og Íslandsbanka hf.

Placeholder Image

Marel hf. og Landsbankinn hf. hafa gert með sér nýjan samning um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum félagsins. Þessi samningur kemur í stað eldri samnings um viðskiptavakt sem gerður var 12. mars 2012.

Marel hf. og Íslandsbanki hf. hafa einnig gert með sér samning um viðskiptavakt.

Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í NASDAQ Iceland Kauphöllinni.

Landsbankinn hf. og Íslandsbanki hf. skuldbinda sig sem viðskiptavakar til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð á NASDAQ Iceland í hlutabréf Marel hf. að lágmarki 100.000 kr. að nafnvirði hvor viðskiptavaki um sig, á gengi sem Landsbankinn hf. og Íslandsbanki hf. ákveða í hvert skipti. Tilboð skulu endurnýjuð eins fljótt og unnt er, þó ávallt innan 10 mínútna eftir að þeim er tekið að fullu. Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera meiri en 1,5% og frávik frá síðasta viðskiptaverði skal ekki fara yfir 3%. Ef verðbreyting á hlutabréfum Marel innan dags nær 10% er viðskiptavökum heimilt að tvöfalda hámarks verðbil milli kaup- og sölutilboða tímabundið þann daginn. Hámarksfjárhæð heildarviðskipta dag hvern sem Landsbankinn hf. og Íslandsbanki hf., hvor fyrir sig, eru skuldbundnir til að kaupa eða selja, skal vera sem samsvarar markaðsverði 700.000 hluta í Marel hf.

Samningarnir sem taka gildi þann 8. október 2018 eru uppsegjanlegir með eins mánaðar fyrirvara.

Samningur félagsins við Kviku banka hf. sem er með sömu skilmálum og gerð er grein fyrir hér að framan, helst óbreyttur.

Nánari upplýsingar veitir Tinna Molphy, tinna.molphy@marel.com.


Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password