Marel hf. og Íslandsbanki hf. hafa einnig gert með sér samning um viðskiptavakt.
Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í NASDAQ Iceland Kauphöllinni.
Landsbankinn hf. og Íslandsbanki hf. skuldbinda sig sem viðskiptavakar til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð á NASDAQ Iceland í hlutabréf Marel hf. að lágmarki 100.000 kr. að nafnvirði hvor viðskiptavaki um sig, á gengi sem Landsbankinn hf. og Íslandsbanki hf. ákveða í hvert skipti. Tilboð skulu endurnýjuð eins fljótt og unnt er, þó ávallt innan 10 mínútna eftir að þeim er tekið að fullu. Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera meiri en 1,5% og frávik frá síðasta viðskiptaverði skal ekki fara yfir 3%. Ef verðbreyting á hlutabréfum Marel innan dags nær 10% er viðskiptavökum heimilt að tvöfalda hámarks verðbil milli kaup- og sölutilboða tímabundið þann daginn. Hámarksfjárhæð heildarviðskipta dag hvern sem Landsbankinn hf. og Íslandsbanki hf., hvor fyrir sig, eru skuldbundnir til að kaupa eða selja, skal vera sem samsvarar markaðsverði 700.000 hluta í Marel hf.
Samningarnir sem taka gildi þann 8. október 2018 eru uppsegjanlegir með eins mánaðar fyrirvara.
Samningur félagsins við Kviku banka hf. sem er með sömu skilmálum og gerð er grein fyrir hér að framan, helst óbreyttur.
Nánari upplýsingar veitir Tinna Molphy, tinna.molphy@marel.com.