Ólafur Karl Sigurðarson tekur við Marel Fish

Marel Gardabaer Iceland

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna um ráðningu Ólafs Karls Sigurðarsonar í stöðu framkvæmdastjóra Marel Fish. Ólafur Karl tekur við starfinu af Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttur.

Olafur Karl Sigurdarson

Í nýju starfi mun Ólafur Karl bera ábyrgð á stefnu Marel Fish með það að leiðarljósi að hraða nýsköpunar- og sjálfvirknivegferð Marel enn frekar og efla stöðu Marel sem leiðandi fyrirtækis á heimsvísu í tækjum, hugbúnaði og lausnum fyrir fiskiðnaðinn. Yfirmaður Ólafs Karls verður Árni Sigurðsson, Chief Business Officer og aðstoðarforstjóri en Guðbjörg Heiða, sem leitt hefur Marel Fish undanfarin ár, mun halda til annarra starfa utan Marel.

Árni Sigurðsson, Chief Business Officer og aðstoðarforstjóri  Marel:

„Það gleður mig að fá Ólaf í hlutverk framkvæmdastjóra Marel Fish. Ólafur hefur sýnt framúrskarandi leiðtogahæfileika hjá Marel og vaxið með hverri áskorun. Ég er þess fullviss að hann verði farsæll í þeim verkefnum sem framundan eru. Um leið vil ég þakka Guðbjörgu innilega fyrir verðmætt framlag í þágu Marel í gegnum árin og óska henni alls hins besta á nýjum vettvangi.”

Ólafur Karl hefur starfað hjá Marel frá árinu 2015 þegar hann hóf störf sem vörustjóri. Í gegnum árin hefur hann gegnt mismunandi störfum hjá Marel í þjónustu og vöruþróun, nú síðast forstöðumaður nýsköpunar hjá Marel Fish. Áður starfaði Ólafur Karl meðal annars á fjármálamarkaði. Hann er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.


Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password