Hluthafar og umboðsmenn þeirra eru eindregið hvattir til rafrænnar þátttöku í fundinum
hvort sem er með rafrænni atkvæðagreiðslu fyrir fundinn eða með rafrænni þátttöku á fundinum.
Hluthafar sem hafa hug á því að sækja fundinn rafrænt verða að skrá þátttöku sína á fundinn fyrirfram, eins fljótt og auðið er og eigi síðar en kl. 12:00 GMT/13:00 CET á fundardegi.
Hluthafar sem eiga hlutabréf skráð í Kauphöllinni á Íslandi geta skráð þátttöku sína í gegnum hluthafagátt á vefsíðu Marel. Hluthafar sem eiga hlutabréf skráð í kauphöllina í Amsterdam geta skráð þátttöku sína í gegnum vörsluaðila sinn.
Hluthafar eru hvattir til þess að fylgja leiðbeiningum embættis landlæknis í tengslum við COVID-19. Farið verður fram á að þeir hluthafar sem sækja fundinn fylli út spurningalista á fundarstað, sem inniheldur m.a. spurningar varðandi ferðalög til svæða sem skilgreind hafa verið sem áhættusvæði og hugsanleg flensulík einkenni.
Meðfylgjandi eru frekari upplýsingar um rafræna þátttöku í aðalfundinum sem og endanleg dagskrá og tillögur stjórnar sem lagðar verða fyrir fundinn. Frestur til að skila inn tillögum er liðinn, sbr. grein 4.20 í samþykktum félagsins.
Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu félagsins:
https://marel.com/investors/shareholder-center/shareholder-meetings/
Electronic Participation In The 2020 Agm En Final Agenda And Proposals Of The Bod En