Rafrænn aðalfundur vegna COVID-19

Placeholder Image

Þann 6. mars sl. lýstu embætti ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis yfir neyðarstigi almannavarna í ljósi útbreiðslu COVID-19 á Íslandi. Af þessum sökum og í ljósi alvarlegs alþjóðlegs ástands hefur stjórn Marel ákveðið að aðalfundur félagsins, sem haldinn verður í höfuðstöðvum félagsins í Garðabæ miðvikudaginn 18. mars nk. kl. 16, verði einnig rafrænn, þ.e. hluthafar geti tekið þátt í fundinum með rafrænum hætti án þess að vera á staðnum. Þeir sem taka þátt í fundinum með rafrænum hætti geta fylgst með vefstreymi af fundinum auk þess sem þeir geta kosið rafrænt á fundinum og borið upp skriflegar spurningar í gegnum Lumi snjallforritið eða Lumi vefsíðuna.

Hluthafar og umboðsmenn þeirra eru eindregið hvattir til rafrænnar þátttöku í fundinum

hvort sem er með rafrænni atkvæðagreiðslu fyrir fundinn eða með rafrænni þátttöku á fundinum.  

Hluthafar sem hafa hug á því að sækja fundinn rafrænt verða að skrá þátttöku sína á fundinn fyrirfram, eins fljótt og auðið er og eigi síðar en kl. 12:00 GMT/13:00 CET á fundardegi.

Hluthafar sem eiga hlutabréf skráð í Kauphöllinni á Íslandi geta skráð þátttöku sína í gegnum hluthafagátt á vefsíðu Marel. Hluthafar sem eiga hlutabréf skráð í kauphöllina í Amsterdam geta skráð þátttöku sína í gegnum vörsluaðila sinn.

Hluthafar  eru  hvattir til þess að fylgja leiðbeiningum embættis landlæknis í tengslum við COVID-19. Farið verður fram á að þeir hluthafar sem sækja fundinn fylli út spurningalista á fundarstað, sem inniheldur m.a. spurningar varðandi ferðalög til svæða sem skilgreind hafa verið sem áhættusvæði og hugsanleg flensulík einkenni.

Meðfylgjandi eru frekari upplýsingar um rafræna þátttöku í aðalfundinum sem og endanleg dagskrá og tillögur stjórnar sem lagðar verða fyrir fundinn. Frestur til að skila inn tillögum er liðinn, sbr. grein 4.20 í samþykktum félagsins.

Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu félagsins:

https://marel.com/investors/shareholder-center/shareholder-meetings/

Electronic Participation In The 2020 Agm En Final Agenda And Proposals Of The Bod En

Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password