Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlanir

Lok endurkaupaáætlunar á Nasdaq Iceland

Abstract.jpg (6)

Dagana 25. júní – 1. júlí 2022 keypti Marel hf. 722.294 eigin hluti að kaupverði 447.775.256 kr. á Nasdaq Iceland og 62.545 eigin hluti að kaupverði 275.332 evra á Euronext Amsterdam eins og nánar er tilgreint.

Um er að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlanir félagsins á Nasdaq Iceland og Euronext Amsterdam sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 1. júní 2022 í samræmi við heimild aðalfundar Marel hf. þann 16. mars 2022 til kaupa á eigin bréfum.

Marel hf. átti 17.188.206 eigin hluti fyrir viðskiptin sem nemur 2,23% af útgefnum hlutum í félaginu og átti að þeim loknum 17.973.045 eigin hluti eða sem nemur 2,33% af útgefnum hlutum í félaginu.

Marel hf. hefur keypt samtals 4.000.000 eigin hluti samkvæmt áætluninni á Nasdaq Iceland og nemur heildarkaupverð þeirra 2.393.302.556 kr. og 268.595 eigin hluti samkvæmt áætluninni á Euronext Amsterdam og nemur heildarkaupverð þeirra EUR 1.168.656.

Endurkaup samkvæmt báðum áætlunum munu nema að hámarki samtals 5.000.000 hlutum, þar af 4.000.000 á Nasdaq Iceland og 1.000.000 á Euronext Amsterdam, eða sem nemur samtals 0,65% af útgefnum hlutum í félaginu. Hámarks heildarkaupvirði endurkaupaáætlunar á Nasdaq Iceland nemur allt að 3.047.668.000 kr. og hámarks heildarkaupvirði á Euronext Amsterdam nemur allt að 5.590.000 evrum. Endurkaupaáætlunin á Nasdaq Iceland var í gildi frá 1. júní 2022 og lauk endurkaupum þann 1. júlí þegar hámarksfjölda keyptra hluta var náð. Endurkaupaáætlunin á Euronext Amsterdam er í gildi á tímabilinu 2. júní 2022 til og með 2. september 2022.

Framkvæmd endurkaupaáætlana er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 596/2014 um markaðssvik („MAR“), og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 2016/1052 sbr. lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 6/2021.

Sjá nánar í viðhengi og á vefsíðu Marel:

Endurkaupaáætlanir Marel (á ensku)

 

Yfirlit viðskipta í tengslum við endurkaupaáætlun (á ensku)

Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password