Sala og þjónusta á heimsvísu – Fjárfestadagar 2021

Meðfylgjandi er kynningin frá fjárfestafundi Marel um tækifæri til vaxtar.

Capital Markets Day

Í ár heldur Marel rafræna fjárfestadaga þar sem stjórnendur Marel ásamt sérfræðingum og viðskiptavinum veita einstaka 360° innsýn í starfsemi Marel.

Í dag, 18. nóvember 2021, fer fram þriðji fjárfestadagur Marel með fjárfestum og markaðsaðilum. Yfirskrift fundarins er “Sala og þjónusta á heimsvísu” en þar munu lykilstjórnendur Marel, þar á meðal Ulrika Lindberg framkvæmdastjóri alþjóðamarkaða og þjónustu og Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri fiskiðnaðar, fara yfir hvernig við erum stöðugt að styrkja sölu- og þjónustunet okkar á heimsvísu og nýta stafrænar lausnir við þróun á nýjum lausnum og styðja við sölu og þjónustu við matvælaframleiðendur um heim allan.

Skráning fer fram hér. Upptaka af fundinum verður aðgengileg á marel.com/cmd360.

Þessi fjárfestadagur er partur af 360° viðburðaseríu Marel og er þriðji af fimm rafrænum viðburðum sem fara fram í nóvember og desember, hver með sitt þema.

Fjárfestadagar Marel 360° - viðburðasería

  • 7. október – Rafræn heimsókn í höfuðstöðvar Marel og hvítfiskvinnslu Brim
  • 11. nóvember – Tækifæri til vaxtar
  • 18. nóvember – Sala og þjónusta á heimsvísu
  • 2. desember – Stafrænar lausnir
  • 9. desember – Sjálfbærni


Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password