Sameiginleg fjárfestakynning vegna fyrirhugaðs yfirtökutilboðs JBT í Marel

Abstract 3.jpg

Marel vekur athygli á tilkynningu frá John Bean Technologies Corporation („JBT“) í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð í allt útgefið og útistandandi hlutafé í Marel.

JBT tilkynnti í dag að gert sé ráð fyrir að samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands („FME“) á tilboðsyfirliti og verðbréfalýsingu í tengslum við valfrjálst yfirtökutilboð JBT í Marel liggi fyrir innan skamms. JBT mun leggja yfirtökutilboðið fram þegar samþykki FME hefur borist.

Símafundur fyrir fjárfesta fimmtudaginn 20. júní

JBT og Marel munu halda sameiginlega kynningu fyrir fjárfesta og markaðsaðila á símafundi sem fram fer fimmtudaginn 20. júní kl. 14:00. Þar munu stjórnendur beggja félaga fjalla um þau stóru tækifæri og samlegðaráhrif sem felast í sameiningu félaganna fyrir hluthafa Marel og aðra hagaðila. Símafundurinn mun fara fram á ensku.

Vinsamlegast athugið að fundinum verður streymt í hljóðútsendingu á eftirfarandi vefsíðu:

Skráning á símafund

 

Upptaka af fundinum verður aðgengileg að fundi loknum. Til þess að leggja fram spurningar á fundinum þarf að skrá sig á eftirfarandi vefsíðu:

Skráning vegna spurninga

 

Kynningarefni fundarins verður aðgengilegt á fjárfestasíðum JBT, Marel og á vef Arion banka.

Fjárfestakynning á Íslandi og beint streymi mánudaginn 24. júní

JBT og Marel munu jafnframt halda opinn fjárfestafund mánudaginn 24. júní 2024 kl. 13:00 á íslenskum tíma í höfuðstöðvum Arion Banka. Fundurinn mun fara fram á ensku og verður jafnframt í beinu streymi sem aðgengilegt verður á fjárfestasíðum JBT, Marel og á vef Arion banka.

Skrá þarf mætingu á fundinn fyrirfram þar sem húsrúm er takmarkað, en skráning fer fram hér:

Skráning á fjárfestafund JBT og Marel

 

Fréttatilkynning JBT:

PDF

 

Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið ir@marel.com og í síma 563 8001.


Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password