
Sebastiaan býr yfir 25 ára reynslu á sviði fjármála og rekstrar í alþjóðlegum fyrirtækjum og hefur bæði hollenskt og breskt ríkisfang. Reynsla hans spannar mismunandi svið iðnaðar, þar á meðal framleiðslu, matvæla, drykkjarfanga og tækni, þar sem hann hefur náð góðum árangri í bættri rekstrarafkomu.
Sebastiaan var áður hjá Southern Water í Bretlandi þar sem hann var fjármálastjóri samstæðunnar í fjögur ár. Fyrir það starfaði Sebastiaan við fjármálastjórn og rekstur, meðal annars hjá Arrow Global, SPI Group og Black & Decker.