Í dag, 2. desember 2021, fer fram fjórði fjárfestadagur Marel af fimm með fjárfestum og markaðsaðilum. Yfirskrift fundarins er “Stafrænar lausnir” en þar munu lykilstjórnendur Marel, þar á meðal Árni Sigurðsson framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga, Anna Kristín Pálsdóttir framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar og Hjalti Þórarinsson framkvæmdastjóri Innova, fara yfir hvernig hraði stafrænnar þróunar í matvælaiðnaðinum er að aukast og hvernig Marel er í stakk búið til að nýta sér tækifærin sem framundan eru.
Skráning fer fram hér. Upptaka af fundinum verður aðgengileg á marel.com/cmd360.