Tilkynning vegna samninga um viðskiptavakt

Placeholder Image

Þann 12. mars sl. birti Marel tilkynningu um að Kvika banki og Íslandsbanki, sem sinna viðskiptavakt með hlutabréf félagsins í Nasdaq kauphöllinni á Íslandi, hygðust beita heimild í samningum um viðskiptavaktir til þess að víkja frá skilyrðum samninganna í óviðráðanlegum aðstæðum hvað varðar verðbil og fjárhæðir á meðan slíkt ástand varir.

Kvika banki og Íslandsbanki hafa nú tilkynnt Marel um að ekki sé lengur talin þörf á því að nýta heimildir samninganna að þessu leyti og gilda því ákvæði um verðbil og fjárhæðir að nýju.

Fjárfestatengsl

Nánari upplýsingar veita Fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið:IR@marel.com og í síma +354 563 8001.

Um Marel

Marel er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Hjá félaginu starfa um 6.300 manns í yfir 30 löndum, þar af um 720 á Íslandi. Marel velti um 1,3 milljarði evra árið 2019 en árlega fjárfestir Marel um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið hefur verið skráð í Kauphöll Íslands síðan árið 1992 og var lokið við tvíhliða skráningu í Euronext Kauphöllina í Amsterdam í júní 2019.


Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password