Upplýsingar til viðbótar við tilkynningu 24. nóvember 2023 kl. 03:00 GMT

Abstract 3.jpg

Með tilvísun í tilkynningu Marel sem birt var fyrr í dag um óskuldbindandi viljayfirlýsingu, varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu vill Marel koma eftirfarandi viðbótarupplýsingum á framfæri.

John Bean Technologies Corporation (JBT) lagði fram óskuldbindandi viljayfirlýsingu þar sem eftirfrandi skilmálar koma fram:

  1. Fyrirvarar: Óskuldbindandi viljayfirlýsingin tekur fram að valfrjálst yfirtökutilboð verði aðeins sent að undangenginni ásættanlegri niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og stjórnarsamþykki JBT. Þá kemur fram að mögulegt valfrjálst yfirtökutilboð JBT, þegar og ef það verður lagt fram, verði háð eftirfarandi fyrirvörum:
    1. Samþykki viðeigandi eftirlitsaðila
    2. Samþykki hluthafa JBT
    3. Að a.m.k. 90% hluthafa Marel samþykki tilboðið
  2. Tillaga að verðmati/greiðslufyrirkomulagi: Í óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT er fyrirhugað verð 3,15 evrur á hlut (482 krónur á hlut miðað við skiptigengi ISK/EUR 153,3), fyrir allt útistandandi hlutafé í Marel. Þá er tillaga JBT að verðmati byggð á þeirri forsendu að útistandandi hlutir séu 754 milljónir og staða áhvílandi lána nemi 827 milljónum evra.
  3. Endurgjald: Óskuldbindandi viljayfirlýsingin gerir ráð fyrir að 25% af endurgjaldinu verði greitt með reiðufé og 75% verði í formi hlutabréfa í JBT. Það kemur jafnframt fram að hluthafar Marel muni eiga u.þ.b. 36% af hlutum í JBT eftir möguleg viðskipti. Engar frekari upplýsingar koma fram eða liggja fyrir um gengi hluta í JBT eða hugsanlegt skiptigengi.

 

Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið ir@marel.com og í síma 563 8001.



Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password