Úthlutun kauprétta

Marel abstract

Stjórn Marel hf. ákvað þann 8. febrúar 2022 að veita starfsmönnum kauprétti að allt að 7.996.000 hlutum í félaginu, þar af 1.675.000 til framkvæmdastjórnar. Kaupréttirnir verða veittir meðlimum framkvæmdastjórnar og starfsmönnum félagsins í lykilstöðum, samtals um 300 starfsmenn.

Kaupréttarsamningunum er ætlað að samtvinna hagsmuni starfsmanna og félagsins til lengri tíma. Skilmálar eru í samræmi við kaupréttarkerfi sem samþykkt var á aðalfundi Marel hf. þann 6. mars 2019 og í samræmi við starfskjarastefnu félagsins sem samþykkt var á aðalfundi Marel hf. þann 17. mars 2021.

Meginefni kaupréttarsamninganna er eftirfarandi:

  • Veittur er kaupréttur á hlutabréfum á grunnverðinu EUR 5,54 á hlut.* Verðið skal leiðrétt fyrir arðgreiðslum sem kunna að verða ákveðnar frá útgáfudegi kaupréttanna.
  • Ávinnslutími (e. vesting time) er þrjú ár frá úthlutun. Heimilt verður að nýta áunna kauprétti í eitt ár eftir að ávinnslutíma lýkur, að frátöldum fjórum lokuðum tímabilum sem hvert um sig telja 30 daga fyrir birtingu árshlutauppgjöra félagsins. Kaupréttarhafar geta frestað nýtingu á kaupréttum sínum til fyrsta ársfjórðungs ársins 2026, þegar samningar renna út og falla þá ónýttir kaupréttir niður á sama tíma.
  • Meðlimum framkvæmdastjórnar Marel ber að halda eftir hlutum sem nema fjárhæð hreins hagnaðar af kaupréttunum, þegar skattar hafa verið dregnir frá, þar til eftirfarandi fjárhæðarviðmiðum er náð, mælt í virði hlutafjáreignar í félaginu sem margfeldi af grunnárslaunum: forstjóri þrisvar sinnum árslaun; aðrir meðlimir framkvæmdastjórnar Marel tvisvar sinnum árslaun.
  • Aðrir kaupréttarhafar þurfa ekki að halda eftir hlutum.
  • Kaupréttur er aðeins gildur sé kaupréttarhafi í starfi hjá Marel (Marel hf. eða dótturfélaga þess) á nýtingardegi.

Heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Marel hf. hefur veitt starfsmönnum sínum nemur nú 25,8 milljónum hluta, eða um 3,3% hlutafjár í félaginu, og er þá meðtalin þessi nýja úthlutun kauprétta. Heildarkostnaður félagsins vegna nýju samninganna á næstu þremur árum er áætlaður um 7,4 milljónir evra og er þá byggt á reiknilíkani Black-Scholes.

Upplýsingar um kauprétti sem veittir voru meðlimum framkvæmdastjórnar Marel eru í viðhengi.

Kaupréttargengið er ákvarðað út frá lokagengi hlutabréfa Marel hf. á Euronext Amsterdam þann 8. febrúar 2022, þ.e. EUR 5,54 á hlut.

Attachments:

Title Description
Title EVP Innovation Size (0.1MB) Document Download PDF
Title CEO Size (0.1MB) Document Download PDF
Title Chief Strategy Officer / EVP Strategic Business Units Size (0.1MB) Document Download PDF
Title EVP Meat Size (0.1MB) Document Download PDF
Title EVP Global Supply Chain Size (0.1MB) Document Download PDF
Title EVP Fish Size (0.1MB) Document Download PDF
Title CFO Size (0.1MB) Document Download PDF
Title EVP Poultry Size (0.1MB) Document Download PDF
Title EVP Global Markets and Service Size (0.1MB) Document Download PDF

Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password