Veiting kauprétta

Placeholder Image

Stjórn Marel hf. ákvað þann 3. maí 2016 að veita framkvæmdastjórn félagsins kauprétti að allt að 2,2 milljónum hluta í félaginu.

Kaupréttarsamningunum er ætlað að samtvinna hagsmuni starfsmanna og félagsins til lengri tíma. Er þetta í samræmi við starfskjarastefnu félagsins sem samþykkt var á síðasta aðalfundi Marel í mars 2016. Allir meðlimir framkvæmdastjórnar Marel fá sama magn kauprétta eða 180 þúsund hluti að forstjóra undanskildum en hann fær 360 þúsund hluti.

Meginefni kaupréttarsamninganna er eftirfarandi:

  • Veittur er kaupréttur á hlutabréfum á grunnverðinu EUR 1,795 á hlut [1] sem hækkar árlega um 2% (e. hurdle rate). Verðið skal leiðrétt fyrir arðgreiðslum sem kunna að verða greiddar frá útgáfudegi kaupréttanna.
  • Kaupréttirnir verða virkir í þrennu lagi, fyrst verða 60% kaupréttanna virk í apríl 2019, síðan 20% í apríl 2020 og loks 20% í apríl 2021. Heimilt verður að nýta áunna kauprétti tvisvar á ári, í apríl og október eftir birtingu ársfjórðungsuppgjöra. Kaupréttarhafar geta frestað nýtingu á kaupréttum sínum til ársins 2022, þegar samningarnir renna út og falla þá ónýttir kaupréttir niður á sama tíma.
  • Kaupréttarhafar þurfa að kaupa hlutabréf í Marel fyrir u.þ.b. 45% af hagnaði, fyrir skatta og kostnað, af innleystum kaupréttum og halda þeim bréfum til starfsloka hjá Marel.

Heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Marel hf. hefur veitt starfsmönnum sínum nemur nú alls 11,5 milljónum, sem nemur um 1,6% hlutafjár í félaginu, og er þá meðtalin þessi nýja úthlutun kauprétta. Heildarkostnaður félagsins vegna nýju samninganna á næstu fimm árum er áætlaður um 660 þúsundir evra og er þá byggt á reiknilíkani Black-Scholes.

Nánari upplýsingar um kauprétti sem veittir eru framkvæmdastjórn Marel:

 

 

Nafn Staða Nýr kaupréttur Fyrri og ónýttur kaupréttur Hlutafjáreign innherja Hlutafjáreign fjárhagslega tengdra aðila
Árni Oddur Þórðarson Forstjóri 360.000      0      64.634      67.235
           
Linda Jónsdóttir Fjármálastjóri 180.000      545.000      62.500      0
           
Anton de Weerd Yfirmaður kjúklingaiðnaðar 180.000      740.000      0      0
           
Remko Rosman Yfirmaður kjötiðnaðar 180.000      0      0      5.630.718
           
Sigurður Ólason Yfirmaður fiskiðnaðar 180.000      425.000      0      0
           
David Wilson Yfirmaður frekari vinnslu 180.000      635.000      0      0
           
Árni Sigurðsson Yfirmaður stefnumótunar og þróunar 180.000      425.000      0      100.000
           
Davíð Freyr Oddsson Yfirmaður mannauðsmála 180.000      485.000      75.000      0
           
Paul van Warmerdam Yfirmaður alþjóðlegrar framleiðslu- og aðfangastýringar 180.000      485.000      0      0
           
Pétur Guðjónsson Yfirmaður viðskipta- og sölusviðs 180.000      740.000      219.430      0
           
Viðar Erlingsson Yfirmaður alþjóðlegrar nýsköpunar og þróunar 180.000      545.000      0      0

 

 

 

 [1] Kaupréttargengið er ákvarðað út frá lokagengi hlutabréfa Marel hf. á NASDAQ OMX Iceland hf. þann 3. maí 2016, þ.e. ISK 251,50 á hlut, umreiknað með miðgengi Seðlabanka Íslands sama dag: EUR/ISK: 140,12


Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password