Nýtt 300 milljón dollara sambankalán undirritað

Abstract_TrayTrack_.jpg

Þann 2. nóvember undirritaði Marel samning um nýtt 300 milljón dollara sambankalán til þriggja ára. Vaxtakjör í upphafi samsvara 250 punkta álagi á millibankavexti (e. Secured Overnight Financing Rate, SOFR) en álag mun taka mið af þróun skuldahlutfalls (nettó skuldir/EBITDA). Lánið er með vilyrði um allt að tveggja ára framlengingu að þremur árum liðnum.

Nýja lánið er sambankalán frá sömu leiðandi bönkum á alþjóðlega vísu og komu að 700 milljón evra sambankalánalínu félagsins í febrúar 2020, þ.e. ABN AMRO, BNP Paribas, Danske Bank, HSBC, ING, Rabobank, og UniCredit. Þessi breiði hópur fjármálastofnana fellur vel að alþjóðlegri starfsemi Marel og lánveiting þeirra nú endurspeglar vilja þeirra og stuðning við starfsemi félagsins til lengri tíma litið.

Marel uppfyllir öll fjárhagsleg skilyrði útistandandi lána. Samhliða nýju lántökunni nú var hins vegar  samið um rýmkun á skilmálum 700 milljóna evra sambankalánalínu félagsins í þeim tilgangi að auka svigrúm til að mæta tímabundnum sveiflum gjaldmiðla og sjóðstreymis.

Hluta nýja lánsins verður ráðstafað til uppgreiðslu á 150 milljóna evra ádráttarheimild sem nýtt var samhliða kaupum á Wenger fyrr á árinu.

Í lok þriðja ársfjórðungs var lausafjárstaða félagsins 170,3 milljónir evra. Nýja lánið mun auka lausafjárstöðuna í 326,6 milljónir evra að teknu tilliti til handbærs fjár.

Fjárfestatengsl

Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið ir@marel.com og í síma 563 8001.


Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password