Stranda Prolog fer fram á gjaldþrotaskipti

Stranda Prolog

Þann 5. september 2022 fór stjórn Stranda Prolog AS fram á að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta fyrir héraðsdómi í Mæris- og Raumsdalsfylki í Noregi. Marel er minnihlutaeigandi í Stranda Prolog, norskum framleiðanda hátæknilausna fyrir laxaiðnað, en þann 29. janúar 2021 tilkynnti Marel um kaup á 40% hlut í félaginu.

Marel og Stranda Prolog hafa í gegnum árin átt í farsælu samstarfi þar sem hátæknilausnir félaganna hafa myndað heildarlínur fyrir laxaiðnaðinn um allan heim, en styrkleikar Stranda Prolog voru á sviði meðhöndlun hrávöru og hágæðalausnum fyrir laxavinnslu á frumstigi (e.primary).

Þegar Marel keypti 40% hlut í Stranda Prolog var starfsmannafjöldi félagsins um 100, árstekjur þess námu 25 milljónum evra og félagið sá fram á áframhaldandi vöxt. Í upphafi heimsfaraldurs var pantanastaða Stranda Prolog góð og byggðist á traustum viðskiptasamböndum þeirra við margar af stærstu laxaverksmiðjum á heimsvísu og sterkri markaðsstöðu. Eftir því sem leið á faraldurinn, dró smá saman úr mótteknum pöntunum, samhliða því sem kostnaður jókst verulega vegna eldri samninga, auk þess sem hráefni og vinnuafl skorti til að ljúka verkefnum. Þessir samverkandi þættir höfðu veruleg áhrif á arðsemi og lausafjárstöðu Stranda Prolog. Því miður hefur þetta verið reynsla margra smærri markaðsaðila, sem, þrátt fyrir framúrskarandi tæknilausnir og sterka pantanabók, hafa margir hverjir átt erfiðara með að takast á við krefjandi aðstæður undanfarinna ára.

Áætlað er að fjárhagsleg áhrif 40% hlutar Marel í Stranda Prolog leiði til virðisrýrnunar upp á 7,0 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi 2022. Áhrif á EBIT-framlegð eru engin, þar sem eignin er flokkuð sem fjárfesting í hlutdeildarfélögum, en virðisrýrnunin mun aftur á móti hafa áhrif á hreina afkomu Marel (e. net result). Viðskiptalíkan Marel hefur reynst vel á umrótstímum. Fjárfesting í víðtæku sölu-og þjónustuneti í yfir 30 löndum, sem þjónustar viðskiptavini í yfir 140 löndum, hefur reynst vera lykilatriði í því að styðja við viðskiptavini okkar á tímum ferðatakmarkana. Tekjudreifing Marel er afar góð, og dreifist vel eftir vöruframboði, próteinmörkuðum og landsvæðum. Pro-forma heilsárstekjur Marel árið 2021 voru 1,5 milljarðar evra og yfir 20% vöxtur hefur verið í  mótteknum pöntunum og tekjum á fyrstu sex mánuðum ársins 2022, þrátt fyrir að arðsemi hafi liðið fyrir hökt í aðfangakeðju og verðbólgu.

Marel leggur ávallt ríka áherslu á að finna bestu mögulegu lausnina í samstarfi við viðskiptavini sína. Frá og með deginum í dag mun skiptastjóri taka við búi Stranda Prolog. Stjórn Stranda Prolog vonast til þess að grundvöllur og áhugi sé fyrir því að starfsemi fyrirtækisins hefjist að nýju, í heild eða að hluta, en það mun skýrast á næstu vikum. Marel er sem fyrr segir minnihlutaeigandi í Stranda Prolog og skoðar nú þá möguleika sem bjóðast, í samstarfi við aðra hluthafa Stranda Prolog.

Heimsækja vef Stranda Prolog

 

Contact IR

For further information, please contact Marel Investor Relations via email IR@marel.com or tel. (+354) 563 8001

Tinna Molphy

Tinna Molphy

Marino Thor Jakobsson

Marino Thor Jakobsson

Ellert Gudjonsson

Ellert Gudjonsson


News

Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password